Það eru launamenn sem greiða atvinnulausum launamönnum desemberuppbót

 

  • En ekki ríkissjóður og eða sveitarfélögin 

Fyrirbærið tryggingagjöld eru umsamin laun milli atvinnurekenda og launamanna í almennum kjarasamningum (m.ö.o. kjarasamningur) sem ríkisvald og eða aðrir aðilar hafa ekkert vald yfir.

 

Samningur sem hefur baktryggingu með settum lögum þar um. Í þeim lögum koma fram skyldur ríkissjóðs sem ekki er breytt nema að Alþingi geri samþykktir um breytingar á sínum ábyrgðum.

En Sigmundur Davíð upplýsti þjóðina um þekkingarleysi sitt atvinnuleysistrygginga-sjóði  í tíufréttum sjónvarpsins 17. desember s.l., þekkingaleysið nær bæði til alþingismanna og sveitarstjórnarmanna. Það verður auðvitað aldrei sjóðþurð á þeim bæ meðan launamenn eru við störf.

Þingmenn hafa lýst sig ánægða með þessa niðurstöðu, þ.e.a.s. hvernig á að kosta desemberuppbótina.  Í þessu sambandi er mikilvægt að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd að peningarnir sem fara í desemberuppbótina, eru teknir úr öðrum sjóði launamanna sem heitir Starfsendurhæfingarsjóður sem launamenn kosta alfarið sjálfir með vinnu sinni og hafa gert kjarasamning um hvernig skuli fara með.

Þ.e.a.s. að launamenn almennt greiða desemberuppbótina  sjálfir úr eigin vasa til að greiða þessa desemberuppbót sem er greiðsla til atvinnulausra launamanna. M.ö.o. ekki ein einasta króna fer úr almennum sjóðum þjóðarinnar sem heildar til að greiða þessa uppbót. Þetta fé er tekið úr einum vasa launamanna og sett í annan vasa launamanna.

Rétt eins og samtök atvinnurekenda hafa alltaf viljað hafa hlutina. Þeir vilja nú láta launamenn greiða fyrir sig
erlendu lánin sem atvinnurekendur veðsettu fyrirtæki sín með notuðu í einkaframtak óháð rekstri fyrirtækjanna. Launamenn voru ekki spurðir ráða um þær veðsetningar.

En sveitarstjórnarmenn ýmsir hafa verið að  gera kröfur um að sveitarfélögin ættu einhverja aðkomu að atvinnuleysissjóði.  Það er vegna erfiðleika mjög margra sveitarfélaga að standa við þær skyldur sínar að framfleyta launalausu fólki.

En auðvitað geta sveitarfélögin látið 90% af þessu fólki fá verðmæt verkefni svo fólk geti þannig unnið fyrir launum frá sveitarfélögunum við að vinna þessi störf.


mbl.is Atvinnulausir hafa áhyggjur af bótunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Skilja auðmenn einfaldar staðreyndir sem snertir launafólk og atvinnuleysingja? Leyfi mér að efast um það. Sigmundur er mesti auðmaður sem situr á þingi í dag og er undarlegt hve margt hann á líkt með Silvio Berluskoni. Hann er með fjölmiðlana í vasanum meira og minna, er brattur í kosningalofoðrum er mjög virkur í að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Það eina sem skilur milli þeirra er að Silvio er kvennamaður mikill en fáum sögum fer af hinum íslenska Don Giovanni. En hann er ekki orðinn fertugur og margt getur skeð með auknum auð og völdum. Og sérstaklega þegar „grái“ fiðringurinn segir til sín. Það er því ekki öll von úti að samlíkingin við Silvio gangi að öllu leyti eftir.

SDG gerir sér sennilega enga grein fyrir kjörum þeirra sem enga atvinnu hafa. Fækkað hefur á skrá yfir atvinnuleysinggja en það mun ekki aðeins vera vegna einhverrar aukningar í atvinnu heldur þeirri ömurlegu staðreynd að allt of margir hafa verið án atvinnu í 3 ár og jafnvel lengur og detta þá sjálfkrafa út af bótum og eru algjörlega háðir geðþótta þeirra sem ráða í sveitarfélögunum.

Guðjón Sigþór Jensson, 19.12.2013 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband