Verkalýðshreyfing var leidd í réttina eins og feitur sauður væri

 

  • Sjaldan hefur ASÍ sýnt slík tilþrif sem þessi
    .
  • Þeir hafa nú toppað öll fyrri glöp undanfarin ár og er þá langt gengið 
    .
  • Margir hafa þorað að vona að verkalýðshreyfingin hafi nú sýnt ríkisstjórninni hverjir réðu samfelaginu. Því miður, ég vildi gjarnan að það væri rétt.  
    .
  • En svo er alls ekki. Þessu er einmitt algjörlega öfugt farið. Ríkisstjórnin og Sjálfstæðisflokkurinn pakkaði verkalýðshreyfingunni algjörlega upp í þessum kjaraumræðum. Þeir notuðu sína smalahunda á hreyfinguna og gerði hana áhrifalitla. 

 


Menn mega gjarnan taka eftir, að opinberir starfsmenn eru skyldir eftir úti í kuldanum eins og svo oft áður. Ef þeir ætla sér að ná einhverjum árangri verða þeir að taka slaginn sérstaklega aðilar eins og kennarar og raunar allt BSRB einnig. 

Aðildarfélög ASÍ munu fara í vörn og munu mynda skjaldborg um samningin sem þau eru grautfúl með og einnig um ríkisstjórnina sjálfa.

Það er skoðun flestra forystumanna innan ASÍ, að opinberir starfsmenn megi ekki vera áhrifaaðilar varðandi kjarasamninga og þar fara saman sjónarmið þeirra og forystumanna samtaka atvinnurekenda. En ASÍ er margklofin samtök sem hafa í dag nánast engin félagsleg markmið.

Nú var skyndilega í lagi að rýra hagsmuni lífeyrissjóðanna til að bjarga loforðum þessarar ríkisstjórnar, einmitt það sem ekki mátti gera fyrir nokkrum misserum. Það kemur ekki á óvart, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur pólitísk yfirráð um lífeyrissjóðakerfið í heild sinni og tryggja það, að sjóðirnir verði áfram fjárfestingalaunasjóðir fyrir atvinnurekendur í landinu og fyrir fjárfesta.

Það er eðlilegt að velta því fyrir sér hverjir það eru sem tapa á þessum kjarasamningum, en það gerir taxtafólkið sem er að miklu leiti innan verkamannasamtakanna og eru starfandi hjá hinu opinbera. Fólkið sem starfar á launatöxtum sem eru fyrir neðan fátækramörkin.

Allir opinberir starfsmenn eru taxtafólk sem fara illa út úr þessu samkomulagi og þá einnig þeir sem lifa á einhverjum bótum hvaða nafni sem þau nefnast og eða á eftirlaunum.

Samtök launamanna gætu verið svo miklu sterkari enn þetta ef þau létu ekki leiða sig áfram eins og sauði. 

Ég mæli með því að þú skoðir þessa sögu og myndina sem er fyrir neðan:

Kona nokkur fann 5 ára gamla nótu frá Bónus og fór og keypti sömu vörur og bar saman verðið. Mismunurinn er sláandi. Svo sláandi að réttast er að boða til allsherjar verkfalls þangað til að laun í landinu verða leiðrétt samkvæmt svakalegri hækkun á matvörum. Augljóst að ríkisstjórn lýgur þegar hún segir að verðlag sé að lagast. Verðmismuninn má sjá í viðhenginu.

 

Kona nokkur fann 5 ára gamla nótu frá Bónus og fór og keypti sömu vörur og bar saman verðið. Mismunurinn er sláandi. Svo sláandi að réttast er að boða til allsherjar verkfalls þangað til að laun í landinu verða leiðrétt samkvæmt svakalegri hækkun á matvörum.  Augljóst að ríkisstjórn lýgur þegar hún segir að verðlag sé að lagast. Verðmismuninn má sjá í viðhenginu. 


mbl.is Skref í átt að nýjum vinnubrögðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

„Þetta endaði með niðurstöðu sem ég held að allir eiga að geta vel við unað. En það sem skiptir mestu máli á endanum er framkvæmd samningsins og að okkur takist að tryggja efnahagslegan stöðugleika,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, spurður út í viðbrögð vegna nýs kjarasamnings.

„Ég held að við séum að stíga mjög mikilvægt skref í átt að nýjum vinnubrögðum á vinnumarkaði. Við gerð þessa kjarasamnings var lögð talsvert meiri vinna í greiningu og undirbúning viðræðna og mat á efnahagslegum forsendum samningsins,“ segir Þorsteinn í samtali við mbl.is í kvöld.

Svo var kátt í höllinni og allir átu vöfflur með rabbabarasultu og íslenskum rjóma

kristbjörn árnason (IP-tala skráð) 22.12.2013 kl. 09:26

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hefur gamla fuglahræðan í Grafarvogi kíkt á heimasíðu SA og skoðað hvaða fólk þar er?

http://www.sa.is/um-sa/starfsfolk-sa/

Merkilegt er að Þorgerður Katrín hefur fengið þarna inni sem og ýmsar gamlar íhaldsfuglahræður.

Bestu nýjárskveðjur með þeirri frómu von að við fáum réttsýnni og heiðarlegri ríkisstjórn sem fyrst!

Guðjón Sigþór Jensson, 1.1.2014 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband