24.1.2014 | 00:04
Orð þessa flokks eru marklaus
Sigurður Ingi Jóhannsson, sem kjörinn var nýr varaformaður Framsóknarflokksins í dag, segir útilokað að flokkurinn taki þátt í ríkisstjórn nema sú stjórn taki á verðtryggingunni.
Við leggjum gríðarlega áherslu á að það sé mikilvægt að taka á þessum málum. Við teljum það mikilvægasta mál þjóðarinnar, segir hann.
Þannig að Framsóknarflokkurinn mun ekki taka þátt í ríkisstjórn nema það mál verði sett á oddinn? Já, ég mundi fullyrða það að við leggjum það mikla áherslu á það og ætlum að sýna það mikla staðfestu að á þessu máli verði tekið. Við förum vart í ríkisstjórn og ekki hugsanlegt nema á því verði tekið, segir Sigurður Ingi.
Það er forsenda fyrir ríkisstjórnarþáttöku Framsóknarflokksins að tekið verði á skuldamálum heimilanna. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem var endurkjörinn í dag með nærri 98% atkvæða.
Fasteignaverð gæti lækkað um 20% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Enski boltinn, Kjaramál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.