Smalamennskan brást, bæði fyrir og nú eftir jólin

 

  • Það veldur víst samtökum atvinnurekenda vonbrigðum að það skuli vera til staðar hugsandi fólk innan ASÍ, fólk sem ekki lætur smala sér í fjárréttir  með gengdarlausum áróðri. 

Lang líklegast er, að félagsmenn í félögum ASÍ þar sem mikið launaskrið er í algleymingi hafi samþykkt þessa samninga. En taxtafólkið hefur hafnað þessu kjörum enda átti það ekkert að bera úr býtum og fyrirtækin áttu að njóta enn frekari ríkisstyrkja m.a. á kostnað launamanna.

 

 Fyrir launamenn hefur staðan einfaldast.  

Nú ætti staðan fyrir fjölmörg félög innan Starfsgreinasamband að hafa einfaldast verulega, þau hafa nú losnað við úrtöluöflin og þau félög sem eru höllust undir samtök atvinnurekenda. Einnig laus við þá aðila innan ASÍ sem hafa allt aðra hagsmuni en ófaglært verkafólk, sérstaklega á landsbyggðinni. En vert er að hafa virkilegar áhyggjur af taxtafólkinu innan þessara félaga. 

Nú fá þessi félög tækifæri til að standa sig í baráttunni. Það er vonandi að þau fái frið fyrir ASÍ og þeim félögum sem samþykktu er munu nú reyna að hanga í baráttu-félögunum. Í fyrsta lagi er hætta á því að þau vinni gegn þessum félögum og reyni síðan að fá sömu viðbótarhækkanir fyrir sína félagsmenn.   

 

Það kemur engum á óvart, að Morgunblaðið stendur eins og klettur með sam-tökum atvinnurekenda í þessum átökum, raunar eins og þetta blað hefur alltaf gert.  Það kemur meir á óvart þótt það eigi ekki að gera það, að ritstjóri Fréttablaðsins hefur nú tekið stöðu með málflutningi atvinnurekenda og er með rakalausar fullyrðingar í leiðara.
 

Í viðtali við Moggann kemur framkvæmdastóri samtaka enn einu sinni upp um reynsluleysi sitt í umræðunni um kjaramál er hann segir orðrétt:
„Svigrúmið er afar takmarkað í atvinnulífinu um þessar mundir og ekkert hjá hinu opinbera. Það svigrúm sem fjallað hefur verið um að hafi verið fullnýtt í samningunum byggir í raun ekki á mati á getu atvinnulífsins til að taka á sig aukinn kostnað án verðhækkana, heldur var farið að ystu mörkum þeirra launabreytinga sem Seðlabankinn telur að geti samrýmst verðstöðugleika,“ nefnir Þorsteinn.
 

  • Hér sést ljóslega hver stefna samtaka atvinnurekenda hefur verið í gegnum tíðina í kjaramálum. Hún er að semja um lága launataxta til að halda niðri launum opinberra starfsmanna og þeirra sem þurfa að draga fram lífið á bótum hverskonar.
    .
  • Síðan vilja þessir aðilar hafa frítt spil um að umbuna þeim starfsmönnum sínum sem eru þeim þóknanlegir með hærri launum í gegnum hvers kyns vinnustaðasamninga.  Því lægri launataxtar hjá stéttarfélögunum því meira vald hefur atvinnurekandinn yfir starfsfólki sínu með ríflegra launaskriði.

 

Auglýsingaherferðin bæði fyrir samningsgerðina og eftir hana telja atvinnurekenda hafa skilað verulegum árangri. En eins og allir vita sem eru eldri en tvævetur, að þá mun verðhækkanaskriðan koma eftir að búið er að berja launamenn til hlýðni við samningaborðið.

Það hlýtur að valda samtökum atvinnurekenda miklum vonbrigðum að smalamennskan brást. En svona auglýsingaherferðir einmitt þessara aðila, samtökum atvinnurekenda í samstarfi með flokknum sínum Sjálfstæðisflokknum heppnaðist hvað eftir annað á meðan vinstri stjórnin var enn til staðar. 

En vinstri stjórnin hafði engan fjölmiðil á sínum snærum 


mbl.is Niðurstöðurnar valda vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband