6.2.2014 | 16:06
Illugi og framhaldskólinn
Hvað ætlar mentamálaráðherrann að gera við þá nemendur sem ekki ljúka námi í framhaldskóla á 3 árum?
Ekki nægir að hlaupa til Rússlands í felur til að öskra á homma og lespíur með Pútín og Ólafi Ragnari.
- Þeir stjórnmálakallarnir og kerlingar í sömu stétt virðast halda það, að ungmenni þjóðarinnar séu úr ,,Lego" kubbum.
. - Þ.e.a.s. úr plasti og ef þeir passa ekki nákvæmlega í normið sem stjórnmálamenn ákveða að skuli ganga í skólakerfinu og þó sérstaklega á framhaldskólakerfinu.
. - Þá skuli umsvifalaust kippa þeim út af færibandinu og kuppa þá upp á nýtt.
- M.ö.o. það er ekki ráð fyrir að nemendur séu mannlegar verur og engin þeirra er nákvæmlega eins einhver annar nemandi.
. - Þeir virðast halda að hægt sé eins Adam Smith sagði forðum ,,að ungmenni séu aðeins eins og óskrifað blað" (Tabula rasa) Það eina sem þurfi að gera er að hnoða ungmenni eins hvert annað deig í það form sem vilji er fyrir að setja þá í.
. - Þannig að þeir passi á færiband MR og annarra álíka skólastofnanna. Að þeir hagi sér þá eins hvolpar í spurningakeppnum og svari vita gagnslausum spurningum um gagnlausa hluti. En allir vita að hvolpurinn stekkur fram ef eigandinn réttir út hendi.
: - Hvað ætlar ráðherrann sér með þá nemendur sem ekki ljúka framskólanámi á 3 árum?
. - Ekki býður atvinnulífið eftir slíku ungmenni.
Þetta gaspur ráðherrans að undanförnu opinberar þroskaleysi hans. Hann virðist halda einhverjar patent lausnir upp úr einhverjum frjálhyggjubókum leysi vanda ungs fólks á Íslandi þar sem yfirvöld hafa brugðist framskólanemum í nær 40 ár.
Skólakerfið fraus 1975 þegar flokkssystkyni Illuga breyttu eðli framhaldskólakerfisins. Allar götur frá þessum tíma hefur verið vitað að lestrarfærni væri ekki allra. Þ.e.a.s. að þriðjungur nemenda náði ekki viðmiðunarmörkum í samræmdum prófum upp úr grunnskóla.
- Yfirvöld völdu þá leið á þessu tíma að refsa þessu fólki. Refsingar eru enn í gangi.
Hver segir að viðmið ,,PÍSA" um lestrarfærni sé endilega rétt og að prófin fari fram með nákvæmlega sama hætti í öllum löndum. Það virðist a.m.k. staðreynd að markmið grunnskólakennara á Íslandi eru önnur og öðru vísi í lestrarkennslu en Písaviðmið gera ráð fyrir.
- Undanfarnar vikur hafa margir haft stór orð um lestrarkunnáttu á Íslandi einkum um færni drengja. Ég fullyrði að lestrarfærni hafi í raun aldrei verið betri á Íslandi heldur en nú síðustu árin og mun almennari en áður var.
En ég fullyrði einnig, að engin önnur stétt á Íslandi myndi standast viðlíka próf og eða kannanir sem "Písa" á að gera á störfum lestrarkennara. Ég endurtek, engin önnur stétt myndi standast viðlíka könnun.
Meiri eftirspurn eftir sumum börnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 16:19 | Facebook
Athugasemdir
Ríkið hefur brugðist í að skapa hagkvæmt og skilvirkt menntakerfi. Það er þungt, óhagkvæmt, óskilvirkt og dýrt í rekstri. Þegar lokað er á einkaframtak í menntamálum og menntun eingöngu á forræði ríkisins verður ástandið í anda jafnaðarmanna: "enginn má skara framúr" og allir steyptir í sama ríkismótið. Það er í raun og veru það sem þú ert að lýsa.
Við höfum eitt skýrt dæmi um hvernig einkaframtakið er betra en ríkisforræðið, og það er Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík. HÍ er skóli sem sprottinn er upp úr ríkiskerfinu, staðnaður og undirfjármagnaður, HR er skóli atvinnulífsins og þar miða kennsla og nám að því að skapa menntun sem þörf er á í atvinnulífinu. Þar kostar námið meira, kennarar fá hærri laun og því er hægt að velja þá bestu úr. Þetta eru lögmálin sem Adam Smith lýsti. Á endanum koma út hæfari einstaklingar sem henta atvinnulífinu betur, sem skilar sér svo í betri samkeppnishæfni og meiri tekjum í þjóðarbúið sem skilar sér í betra menntarkerfi o.s.frv.
Nemandi (IP-tala skráð) 7.2.2014 kl. 04:32
Kæri nemandi það er ekki lokað á einkaframtak í skólamálum. Það er jafnvel svo komið að svonefndum einkaskólum greiðir samfélagið laun kennara.
Ég geri ekki neinn mun á HÍ sem var minn skóli og HR. En í báðum þessum skólum eru kennarar á launum frá ríkinu. Ég er einnig sannfærður um að í báðum þessum skólum reyna forráðmenn þeirra að gera sem besta skóla.
Einkaframtakið hefur ekki til þessa treyst sér til að reka formlega skóla á Íslandi.
Menn fá öll færi á því aðskara fram úr í islenskum skólum. HR er ekki neinum færum til þess að velja úr nemendum eftir sínu höfði. HR er nánast gjaldþrota skóli og lifir á opinberum styrkjum ásamt styrkjum fyrirtækja. Er þýðir þá að launamenn þessara fyrirtækja eru að styrkja HR.
Það munaði hársbreidd fyrir tveim árum að það yrði að sameina þessa tvo skóla. Þau eru mörg lögmálin sem Addi smiður birti í sínum plöggum. En samkeppnishæfni var ekki þekkt hugatak á hans tímum.
Hvað er skóla atvinnulífsins? Hvað er atvinnulíf? HR, er ekki einkaskóli frekar en HÍ.
Kristbjörn Árnason, 7.2.2014 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.