Það er ekki allt uppi á yfirborðinu

Merkileg frétt um launakjör  ófaglærðs verkafólks

Það hefur þegar verið staðfest að laun á Íslandi hafi hrapað verulega frá hruni og eru enn að lækka þegar virði hverrar vinnustundar er metið. Ísland er nú þegar láglaunaland þegar staða láglaunafólks er skoðuð.

Launamisrétti hefur aukist verulega og t.d. launataxtar iðnaðarmannafélaganna virðast vera nánast óvirkir nema fyrir eldri félagsmenn og þá sem eiga verulega undir högg að sækja.

 

„Kaupmáttur á Íslandi er á meðal þess lakasta í Evrópu. Þetta má sjá á vefnum Numbeo sem er kynntur sem stærsti gagnabanki heims þegar kemur að lífskjörum almennings í yfir 100 löndum.

Kaupmáttur almennings í 18 ríkjum Evrópusambandsins er meiri en kaupmáttur hér á landi. Kaupmáttur hér á landi er svipaður og í Slóveníu og Póllandi, og helmingi lakari en í þeim löndum þar sem hann er mestur, Lúxemborg, Þýskalandi og Svíþjóð. Lakastur er hann í Rúmeníu og Búlgaríu. Þar er hann 20 prósentum lakari en hér á landi. 

Lítill kaupmáttur Íslendinga helst í hendur við að hér er dýrt að lifa. Þegar vísitala neysluverðs er borin saman í rúmlega 100 löndum kemur í ljós að dýrtíðin er mest í Noregi og þar er Ísland í fimmta sæti. 

Matvara er líka dýr hér á landi í samanburði við önnur ríki. Hér er matvara sú fjórða dýrasta í heiminum, hún er einungis dýrari í Sviss, Noregi og Venesúela. 

Ef litið er á þróun kaupmáttar hér á landi frá árinu 2011 kemur í ljós að hann hefur rýrnað um tæp 40 prósent á þremur árum“.  (RÚV 7. Feb 2014)

Þessi framsetning á hver laun pólverja á Íslandi eru í samanburði við meðallaun á Íslandi er býsna merkileg. Því ef fréttin er rétt, þá er greinilegt að verulegt launaskrið er á Íslandi og þá helst á höfuðborgarsvæðinu væntanlega.

Það er ljóst að pólverjum eru tryggð lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningum t.d. „Eflingar“  í Reykjavík.  Það er einnig ljóst að stór hluti íslenskra félaga í Eflingu eru vinnandi á strípuðum launatöxtum. Örugglega allir sem vinna hjá borginni og hjá ríkinu.

Í fréttinni er fullyrt:
Laun pólskra innflytjenda á Íslandi eru aðeins 57% af meðallaunum. Kaupmáttur launa þeirra hér á landi er um helmingur þess sem hann er í Noregi og Danmörku; og litlu meiri en í Póllandi. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn.

Laun Pólverja í Reykjavík, eru að jafnaði næstum helmingi lægri en meðallaun á Íslandi. Þá eru launakjör þeirra miklu verri en í Kaupmannahöfn og Ósló. Mun fleiri eru þó með fasta vinnu og færri vinna svart“.

Formaður Eflingar sagði í hádegisfréttum að almennt væru pólverjar með hærri heildarlaun en íslendingarnir í félaginu.  Hann sagðist reikna með því að það væri vegna þess að þeir ynni lengri vinnudag en íslendingar almennt. Um þriðjungur félagsmanna í Eflingu væri af erlendu bergi brotnir.

Það er ljóst að atvinnufyrirtækin á Íslandi myndu ekki standast neina „Písa“ könnun. Þau eru ofurskuldsett og ætlast er til þess að launamenn axli ábyrgðina á ábyrgðarleysi atvinnurekenda á árunum fyrir hrun.

 

  • Það er ekki eðlilegt að gera kjarasamninga upp á aðeins 2,8% launahækkun og það er einnig fyrirtækin sem er hinn seki í því að kynda upp verðbolgu á Íslandi en ekki launataxtar í kjarasamningum. 

 


mbl.is SGS er klofið í viðræðum við SA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þakka góða færslu.

Sigurður Haraldsson, 7.2.2014 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband