24.2.2014 | 23:40
Ansi hraustlega mælt
- Eins og vanarlega hjá þessum ágæta þingmanni Reykvíkinga
Að halda því fram að ESB málið hafi verið kosin burtu í síðustu kosningum er bara firra. Því stjórnarflokkarnir fengu aðeins 51,1% fylgi út úr síðustu kosningu sem var í raun einstaklega rýr árangur eftir að hafa verið í stjórnarandstöðu á erfiðustu 4 árum nokkurar stjórnar á Íslandi eftir hrunið.
Ef síðan þessir a.m.k. 3 þingmenn Sjáfstæðisflokks eru dregnir frá fylgi ESB and-stæðinga á Alþingi er fylgi þeirra ekki nema 46,5% á Alþingi. Þetta kemur til vegna gríðarlega margra framboða í síðustu kosningum þar sem 10% atkvæða féllu dauð.
Andstæðingum viðræðnanna við ESB til huggunar að þá er í dag meirihluti landsmanna á móti aðild að ESB. En aftur á móti góður meirihluti með því að viðræðum sé haldið áfram. Allar líkur eru á því að sá meirihluti hafi nú stækkað verulega.
Andstaðan við ríkisstjórnina hefur nú örugglega aukist mjög verulega þar sem stjórnarflokkarnir eru berir að því að hafa sagt kjósendum ósatt fyrir kosningar varðandi þessar samningaviðræður og reyndar einnig í öðrum stórum málum sem Reykvíkingar treystu mjög á.
- Eru skuldaleiðréttingar að renna út í sandinn eða eru þær að verða í mýflugumynd?
ESB-stefnan var kosin burtu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:53 | Facebook
Athugasemdir
Af hverju seturðu ekki tölurnar í samhengi? Samfylkingin fékk 12% og VG 10%, sem nær ekki fjórðungsfylgi. Önnur örframboð deildu með sér rest.
Sigur stjórnarflokkanna var afgerandi og meirihluti. Mundu svo að Samfylkingin setti heimsmet í tapi og VG mun ekki bera sitt barr eftir útreiðina.
Já það er massívur meirihluti við völd. Annað en í tíð síðustu stjórnar sem hékk í fyrstu á miskunn framsóknar og svo á einum manni megnið af kjörtímabilinu.
Eigum við ekki bara að sjá hvað þessum tæpa meirihluta þínum tekst í afturköllun ESB umsóknarinnar.
Ég held að það vanti talsvert af blaðsíðum í þig kallinn minn. Kannski kápuna líka.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.2.2014 kl. 00:22
Jón Steinar, mér sýnist við fá sömu niðurstöðu varðandi fylgi flokkanna og það án þess að ég geri tilraun til þess að gera lítið úr þér sérstaklega.
Um 12% af atkvæðamagninu féllu dauð.
Það sem ég var bara að benda á að raunverulegt kosningafylgi ríkisstjórnarflokkanna er ekki nema 51,1%. Klofnir flokkar Samfylkingar 12,9% og VG 10,9%. Ná ekki saman sama fylgi og Framsóknarflokkurinn fékk einn.
Það eru a.m.k. 3 þingmenn í Sjálfstæðisflokki sem eru fylgjandi því að haldið verði áfram þessum viðræðum. Það er um 4,8% af fylginu á bak við þessa þingmenn.
Þannig að fullyrðing Vigdísar stenst ekki og það er málið
Síðan máttu vel vita það, að ég hef aldrei verið því fylgjandi að Ísland verði í ESB og eða í gistiskýlum þess sem eru EFTA og EES.
En ég þakka þér innlitið mér sýnist á skrifum þínum, að þú sért býsna góður með þig og látir þér líða vel. Í Guðs friði.
Kristbjörn Árnason, 25.2.2014 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.