1.3.2014 | 15:18
Það er greinilegur þjóðarvilji fyrir því,
- að engum hurðum verði skellt í ESB málum.
Af þessu má ljóst vera að málflutningur Heimsýnar, ritstjóra Morgunblaðsins og núverandi ríkisstjórnarflokka hafa orðið undir hjá þjóðinni.
Það er ekki sagt stjórnarandstöðuflokkunum til hróss. Þeir hafa í raun ekki heldur staðið sig í málinu. Ekki heldur stjórnarflokkar í vinstri stjórninni.
Það er a.m.k. tæplega fær leið í svona stóru máli eins og reynt var í síðustu ríkisstjórn að neyða annan flokkinn til að sýna máli sem ESB hlutleysi allt kjörtímabilið En síðan megi flokkurinn sem er í nauðum áskilja sér rétt að vera á móti málinu komi til þjóðararkvæðagreiðslu. Slík leið er fullreynd og dæmist vonlaus.
Það er auðvitað staðreynd, að nánast allir félagar í VG eru í andstöðu við inngöngu Íslands í ESB þótt hefðu verið tilbúnir að vera þolinmóðir gagnvart því að sótt yrði um aðild að ESB með viðræðum um hlutskipti þjóðarinnar á vakt flokksins.
Það er heldur ekki fær leið sem núverandi stjórnarflokkar eru að reyna að feta í algjörri andstöðu við vilja þjóðarinnar. Það er einnig ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er rækilega klofinn í málinu og það er mjög sterkur meiningarmunur er milli fylkinga í flokknum og annar armurinn sem er miklu stærri en hann sýnist sættir sig ekki við núverandi atburði á vettvangi ríkisstjórnarinnar.
- Þar skiptir engu máli hamagangur ritstjórans hér á hóli. Það eru runnir upp nýir tímar í íslenskum stjórnmálum.
Ég er sammála Björgu Thorarensen lögfræðiprófessor og fyrrverandi varaformanni samninganefndar Íslands gagnvart ESB. Á þetta hef ég margoft bent á, hér á þessum vettvangi. Ég var sammála samþykkt landsfundar VG um að mikilvægt hefði verið að halda viðræðunum áfram, þegar sú samþykkt var gerð fyrir rúmu ári síðan.
Enda var málið þá í höndum vinstri flokkanna í landinu sem voru örugglega að reyna að ná samningum sem væru hagfelldir venjulegu fólki. Þ.e.a.s. almenningi, m.ö.o. launamönnum í landinu. Núverandi stjórn myndu hafa allt önnur markmið í samn-ingagerð ef hún héldi áfram samningaviðræðum.
Mér kæmi ekki á óvart að sjónarmið útgerðaraðila verði orðin verulega breytt í þessum efnum eftir u.þ.b. 4 - 8 ár. Atvinnuhættir í sjávarútvegi og vinnslu á fiski er að breytast verulega. Vinnslan er að færast í land, veiðarnar að færast á öðru vísi skip s.s. línuveiðara og reynt verður að fullvinna fiskinn í miklu meira magni.
Þessar breytingar geta kallað á mikla þörf útgerðar fyrir nýja tollasamninga við ESB er geta leitt til inngöngu í ríkjabandalagið fái útgerðir á slíkum tímpunkti.
Þess vegna vildi ég að þessar viðræður hefðu getað klárast áður en síðasta kjör-tímabili lyki.
- Ályktunartillaga VG-þingmann er góð sáttartillaga í málinu úr því sem komið er og að málefnið fái tíma að ná eðlilegum þroska.
Erfið samningaaðstaða eftir þjóðaratkvæði
68% vilja halda viðræðum opnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.