Það er greinilegur þjóðarvilji fyrir því,

 

  •  að engum hurðum verði skellt í ESB málum.  

Af þessu má ljóst vera að málflutningur Heimsýnar, ritstjóra Morgunblaðsins og núverandi ríkisstjórnarflokka hafa orðið undir hjá þjóðinni.

Það er ekki sagt stjórnarandstöðuflokkunum til hróss. Þeir hafa í raun ekki heldur staðið sig í málinu. Ekki heldur stjórnarflokkar í vinstri stjórninni.

 

Það er a.m.k. tæplega fær leið í svona stóru máli eins og reynt var í síðustu ríkisstjórn að neyða annan flokkinn til að sýna máli sem ESB hlutleysi allt kjörtímabilið En síðan megi flokkurinn sem er í nauðum áskilja sér rétt að vera á móti málinu komi til þjóðararkvæðagreiðslu. Slík leið er fullreynd og dæmist vonlaus.

Það er auðvitað staðreynd, að nánast allir félagar í VG eru í andstöðu við inngöngu Íslands í ESB þótt hefðu verið tilbúnir að vera þolinmóðir gagnvart því að sótt yrði um aðild að ESB með viðræðum um hlutskipti þjóðarinnar á vakt flokksins.

Það er heldur ekki fær leið sem núverandi stjórnarflokkar eru að reyna að feta í algjörri andstöðu við vilja þjóðarinnar. Það er einnig ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er rækilega klofinn í málinu og það er mjög sterkur meiningarmunur er milli fylkinga í flokknum og annar armurinn sem er miklu stærri en hann sýnist sættir sig ekki við núverandi atburði á vettvangi ríkisstjórnarinnar. 

  • Þar skiptir engu máli hamagangur ritstjórans hér á hóli. Það eru runnir upp nýir tímar í íslenskum stjórnmálum.  

Ég er sammála Björgu Thorarensen lögfræðiprófessor og fyrrverandi varaformanni samninganefndar Íslands gagnvart ESB. Á þetta hef ég margoft bent á, hér á þessum vettvangi. Ég var sammála samþykkt landsfundar VG um að mikilvægt hefði verið að halda viðræðunum áfram, þegar sú samþykkt var gerð fyrir rúmu ári síðan. 

Enda var málið þá í höndum vinstri flokkanna í landinu sem voru örugglega að reyna að ná samningum sem væru hagfelldir venjulegu fólki. Þ.e.a.s. almenningi, m.ö.o. launamönnum í landinu. Núverandi stjórn myndu hafa allt önnur markmið í samn-ingagerð ef hún héldi áfram samningaviðræðum.

Mér kæmi ekki á óvart að sjónarmið útgerðaraðila verði orðin verulega breytt í þessum efnum eftir u.þ.b. 4 - 8 ár. Atvinnuhættir í sjávarútvegi og vinnslu á fiski er að breytast verulega. Vinnslan er að færast í land, veiðarnar að færast á öðru vísi skip s.s. línuveiðara og reynt verður að fullvinna fiskinn í miklu meira magni. 

Þessar breytingar geta kallað á mikla þörf útgerðar fyrir nýja tollasamninga við ESB er geta leitt til inngöngu í ríkjabandalagið fái útgerðir á slíkum tímpunkti.

Þess vegna vildi ég að þessar viðræður hefðu getað klárast áður en síðasta kjör-tímabili lyki. 

  • Ályktunartillaga VG-þingmann er góð sáttartillaga í málinu úr því sem komið er og að málefnið fái tíma að ná eðlilegum þroska. 
Ég tel ekki að hagsmuna aðilar eigi að hafa stjórn landsins í hendi sér. Jafnvel þótt þeir eigi dagblað og hafi stóryrtan ritstjóra í störfum. Umræðan um þessi mál eru einfaldlega ekki nægilega þroskuð og er ég sammála Guðlaugi Þór um það. 

Erfið samningaaðstaða eftir þjóðaratkvæði

www.ruv.is

Samningsstaða Íslendinga gagnvart Evrópusambandinu yrði erfið ef haldin yrði ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla og meirihluti landsmanna samþykkti að halda skyldi aðildarviðræðum áfram. Þetta segir Björg...


mbl.is 68% vilja halda viðræðum opnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband