Pabba knéið klárinn minn

Framsóknarmaðurinn Björn Ingi Hrafnsson tekur nú ráðherra Framsóknar á kné sér og gefur honum góð hollráð.

Ég skil hann vel, það er lítið varið í að svara nautheimskum fréttamönnum sem skilja ekki hlutina.

Það er alveg ótrúlegt að þeir skuli sífellt vilja tala um hluti sem þeir hafa nákvæmlega ekkert vit á. 

  • En kaupfélagsráðherrann heldur að hann sé staddur norður í því fallega héraði Skagafjörður þar sem kaupfélagsmenn hafa í gegnum tíðina beitt þöggun gegn óþægilegum aðilum.
    .
  • Þeir hjá RÚV geta auðvitað sniðgengið ráðherrann. En þeir geta einnig látið sem ekkert sé og í hvert sinn sem RÚV spyr ráðherrann um eitthvað og hann ekki svarað. Segir RÚV bara að ráðherrann hafi neitað að svara.
    .
  • Þannig setur ráðherrann sig sjálfur út í kuldan á meðan aðrir sem hafa aðra skoðun en ráðherrann sinna öllum spurningum RÚV mjög vel og málefnalega.
    .
  • Ráðherran er að vísu búinn að tapa málinu og ríkisstjórnin er að snúa við honum baki þessa daganna og einnig flokkssystkyni hans.

Ókeypis ráð til Gunnars Braga

Ég hef starfað við fjölmiðla með hléum í aldarfjórðung eða svo. Inn á milli starfaði ég í heimi stjórnmálanna, bæði sem aðstoðarmaður ráðherra og sem kjörinn fulltrúi. Ég tel mig því hafa nokkra þekkingu á hvort tveggja og þeirri spennu sem getur verið á milli stjórnmálamanna og fjölmiðlamanna í hita leiksins hverju sinni.

Þegar ég var blaðamaður, starfaði ég meðal annars sem þingfréttamaður Morgunblaðsins um nokkurt skeið. Það var skemmtileg reynsla. Maður kynntist stjórnmálafólki persónulega, fylgdist með að tjaldabaki og sá hvernig kaupin gerðust á eyrinni.

Sannarlega voru ekki allir þingmenn ánægðir með það sem þingfréttamaðurinn skrifaði. Það var eins og gengur. Stjórnmálamenn mega eins og aðrir viðmælendur hafa skoðun á því sem fjölmiðlar fjalla um hverju sinni.

Og fjölmiðlamenn eru ekkert hafnir yfir gagnrýni. Þeir verða líka að geta staðið fyrir máli sínu og staðið undir þeirri ábyrgð sem fylgir því að flytja fréttir, spyrja spurninga og hafa áhrif.

Ég varð stundum fyrir miklum vonbrigðum með framkomu stjórnmálamanna sem blaðamaður. Og sem stjórnmálamaður var ég stundum hundfúll út í fjölmiðlamenn sem mér þóttu vera ósanngjarnir. Það má. Við erum manneskjur af holdi og blóði og stundum liggur ekkert of vel á okkur. Stundum er álagið mikið og þreyta komin í mannskapinn.

En stjórnmálamenn verða líka að þekkja sín takmörk. Þeir eiga ekki að segja fjölmiðlafólki fyrir verkum. Jafnvel þótt þeim mislíki eitthvað. Fjölmiðlarnir eru nauðsynlegir í hverju lýðræðissamfélagi, þeir flytja fréttir hvort sem valdhöfum líkar betur eða verr og eru stjórnmálamönnum nauðsynlegt tæki til að geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri við almenning.

Og af því að ég þekki þessa heima báða; langar mig að gefa Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra ókeypis ráð þegar kemur að samskiptum við fjölmiðla: Ekki líta á fjölmiðlana eða fjölmiðlamenn sem andstæðinga heldur samstarfsmenn. Svaraðu spurningum, færðu rök fyrir þínu máli. Líka spurningunum sem þér finnast ósanngjarnar og vitlausar. Mundu að áhorfendur eða lesendur á hinum endanum þyrstir í skýringar, vilja fá svör.

Ekki setja skilyrði fyrir því að koma í viðtöl. Ekki fara í stríð við einstaka fjölmiðla. Sá slagur er fyrirfram tapaður.

Nýttu fjölmiðlana, öll þau óteljandi tækifæri sem felast í fjölmiðlun nútímans. Taktu slaginn, svaraðu samkvæmt bestu samvisku og útskýrðu þín sjónarmið. Ef málstaðurinn er góður hlýtur hann að ná í gegn á endanum.

Það er eina leiðin.



mbl.is „Ef þið klippið ekki allt til“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband