5.5.2014 | 18:34
Það yrði af því mikill skaði
- Ekki síður yrði af því mikill sjónarsviptir
- Ef Hanna Birna færi úr þessu embætti.
Ég vil hafa hana þarna sem lengst. Hanna Birna eins og Vigdís Hauksdóttir eru ómissandi táknmyndir fyrir þá flokka sem þær tilheyra. Þær eru glæsilegir fulltrúar fyrir sitt fólk og ekki síður dæmigerðar fyir tegundina.
Hún gerði mörg mistök þann stutta tíma sem hún var borgarstjóri og mun henni einnig verða hált á svellinu í þessu ráðuneyti.
Sneypulegust var tilraun hennar til þessa er þegar hún fór aftan að formanni sínum og reyndi að hrekja hann formannssætinu hjá flokknum.
Guð blessi Ísland
Vilja að Hanna Birna segi af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:40 | Facebook
Athugasemdir
Sko littlu krakkana hans Árna Páls, þau er svo dugleg, en eru auðvitað að fjalla um eitthvað sem þau hafa ekki hundsvit á.
Hanna Birna er enginn stjórnmálaskörungur, en öryggismál skjala í ráðuneytinu er kanski ekki beint hennar verk.
En auðvitað á að ransaka þetta og fá það á hreint hver er að leka upplýsingum úr skjölum ráðuneitis í fjölmiðla.
En kanski að við ættum að hafa sömu skoðun og Birgitta skipstjóri sjóræningjana, hvað er verið að fela? Af hverju má þetta ekki fara í fjölmiðla?
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 5.5.2014 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.