Ekki vantar gorgeirinn í kallinn.

 

  • Það er ekki beinlínis óalgengt að stjórnmálamenn og þá sérstaklega af eldri kynslóð geri sig breiða þar sem þeir gera gjarnan mikið úr litlu.  

  • Grobbið er yfirgengilegt hjá þessum Guðna Ágústsyni.

 

Þessar setningar eru líkar kallinum.:
„Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn í Reykja­vík virt­ist í tölu­veðri neyð og ég er fram­sókn­ar­maður af lífi og sál, ég fór út á víg­völl­inn og gekk út á dekkið,“

Eða þessi:
„Ég er bú­inn að plægja ak­ur­inn eins og góður bóndi að vori.“

Guðni telur sig vera bjargvætt Framsíknarflokksins í Reykjavík. Sannleikurinn er auðvitað allur annar.  Framsóknarmenn í Reykjavík höfnuðu kallinum.  Formaður Framsóknarflokksins hafnaði Guðna. Einnig hagsmuna aðilarnir á landsbyggðinni sem eiga sér flugvél til að leika sér á.

 

 

Þ.e.a.s.  karlarnir sem eru með hjartað í brókunum og krefjast þess að flugvöllurinn taki þetta ógnarflæmi um aldur og ævi sem er Vatnsmýrin. Fyrir örfáa montkalla á landsbyggðinni, landið sem er dýrmætasta og mikilvægasta byggingarland borgarinnar næsta áratuginn.

 

Þá höfnuðu Reykvíkingar Guðna alfarið sem sást t.d. á stjórnmálaumræðunni sem varð til um þetta sem hugsanlega hefði getað orðið. Það er auðvitað ekki skrýtið þar sem Guðni hefur alla tíða unnið gegn hagsmunum Reykvíknga, t.d. í landbúnaðarmálum.

Svo sérkennilega vildi til að ég var á fundi með nokkrum gegnheilum Framsóknarmönnum sem hafa verið í samstarfi með Guðna m.a.. Þeir voru öskureiðir vegna þessa framferðis karlsins.

 

Það eina sem Guðna tókst að gera var að selja nokkrum hagsmunaaðilum flokksframboðið í Reykjavík, eins og þessi flokkur hefði engin stefnumál. Verðið hefur væntanlega verið einhverjir 30 silfurpeningar. 


mbl.is Guðni: „Ég plægði akurinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhvernveginn finnst mér að þetta viðtal hafi staðfest það, sem kom m.a. fram í umræðum um undirbúning að nýrri stjórnarskrá, sem reyndar festist í myrkviðum Alþingis, en það sneri að þeim aldurhnignu karlmönnum, sem ríghalda í þá illusion að þeir einir hafi vit á pólitík og þeir einir eigi að taka ákvarðanir fyrir okkur hin. Það er afleitt hversu margir rosknir karlapungar ráða ríkjum í hægri flokkunum báðum í núverandi ríkisstjórn, hvort sem þeir sitja í ríkisstjórn eða segja henni fyrir verkum, sem mun reyndar frekar vera tilfellið nú um stundir. Það er athugunar virði, hvort það eigi ekki að vera stjórnarskrárbundið að menn sem yrðu fyrirsjáanlega fimmtugir á því kjörtímabili, sem verið væri að kjósa til, væru ekki kjörgengir á lista ofan við þá sætatölu, sem í kjöri er í viðkomandi kjördæmi. Það gæti dregið úr þessu ellivaldi, sem er til staðar í samfélaginu. Þess utan þarf með öllum ráðum að koma karlapungum út úr öllum valdastöðum og koma konum inn, þótt ekki væri til annars en að skapa lýðræðishefð. Konur eru margfalt líklegri til að beita lýðræðislegum stjórnunaraðferðum en karlar.

E (IP-tala skráð) 4.5.2014 kl. 14:34

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ósköp hefurðu mikla þörf fyrir að tala illa um þennan ágæta mann, Guðna Ágústsson.

Á hvern hátt er hægt að kalla þessi ummæli "yfirgengilegt grobb": „Ég er bú­inn að plægja ak­ur­inn eins og góður bóndi að vori.“ ?

Þú segir: "Framsóknarmenn í Reykjavík höfnuðu kallinum," en 7 af 9 eða 10 í kjördæmisráðinu eða valnefndinni sögðu JÁ við "kallinum", hinir sátu hjá. Það var hann sjálfur sem hætti við!

Jón Valur Jensson, 4.5.2014 kl. 15:28

3 identicon

Ég hef enga sérstaka skoðun á honum Guðna, en hví þarf maðurinn að tala í málsháttum?

Hilmar (IP-tala skráð) 4.5.2014 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband