13.5.2014 | 23:22
Þessi yfirlýsing segir nákvæmlega ekki neitt.
- Hún er bara hreint bull
Nú hefur m.ö.o. komið í ljós að alls ekki er við hæfi að forstjóri þessa fyrtækis launamanna í landinu sé formaður samtaka atvinnurekenda. Samtaka þeirra aðila sem eru fæstir aðilar að lífeyrissjóðunum og eiga nákvæmlega ekkert í þessu fyrirtæki.
DV: Laun lykilstjórnenda Icelandair Group og dótturfélags þess Icelandair, hafa hækkað um tugi prósenta á undanförnum misserum. Þannig hafði Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, um 1,9 milljónir króna í laun á mánuði árið 2010. Hann fékk hins vegar ríflega hækkun á síðasta ári og er nú kominn með tæpar 2,9 milljónir króna á mánuði.
Birkir Hólm er ekki eini hástökkvarinn í launum í hópi æðstu stjórnenda Icelandair Group og Icelandair. Þannig hækkuðu laun Boga Nils Bogasonar, fjármálastjóra Icelandair Group, úr 1,7 milljónum króna á mánuði árið 2010 í 2,8 milljónir króna á mánuði í fyrra. Þetta er hækkun upp á ríflega 1.100 þúsund krónur á mánuði á milli ára. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, hefur einnig fengið að njóta góðs af hagnaðinum, því laun hans hækkuðu um 250 þúsund krónur á mánuði í fyrra og voru í árslok tæpar 3,5 milljónir króna á mánuði.
92 af 100 launahæstu flugmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál, Viðskipti og fjármál | Breytt 14.5.2014 kl. 07:25 | Facebook
Athugasemdir
Þessi fýri á skrautlega fortíð sem forstjóri hér og þar. Hvað skyldi hann annars hafa í mánaðarlaun.?
Númi (IP-tala skráð) 14.5.2014 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.