Söguleg niðurstaða ef rétt reyndist

 

  • Það er engin spurning að tveir flokkar sem eru í framboði stunda veruleg yfirboð í þessari kosningabaráttu.
  • Svolítið í ætt við vinnubrögð Framsóknarflokkinn í alþingiskosningum.

 

Það er loforð Samfylkingar um tryggja byggingu á nær 3000 leiguíbúðum í Reykjavík aðalega í miðborginni. Þetta er í raun nokkuð sem þessi flokkur getur  ekki staðið við svo óyggjandi sé og yrði það jafnvel óæskilegt.

En árleg þörf  fyrir nýjar íbúðir á landinu öllu er um 1800 íbúðir. Þetta yrði gríðarlega þenslu hvetjandi á öllu landinu einkum hér í Reykjavík.

Það yrði í sjálfu sér ekki undarlegt þótt núverandi meirihluti fengi gott fylgi því hann hefur staðið mjög vel og borgin hefur nánast aldrei verið jafn blómstrandi og nú. Samfylkingin er vinstri flokkur þótt ekki sé hann róttækur. 

Þá hefur stóra kosningamaskína Sjálfstæðisflokksins verið að störfum allstaðar má finna kosningaáróður frá  flokknum í bláum litum. Oddviti listans er harður  flugvallarsinni og er greinilegt að hann tekur hagsmuni atvinnurekenda á landsbyggðinni fram yfir hagsmuni borgarbúa í þeim efnum. 

Aðferð Sjálfstæðisflokksins varðandi það að lækka verð á nýjum íbúum er bara bull og greinilegt er að flokkurinn vill bara hygla byggingarfyrirtækjum með lækkuðu lóðaverði. Þarna eru frambjóðendur sem aldrei hafa starfað í atvinnulífinu og það þekkir ekki markaðslögmálin  

Flokkurinn virðist ekki þekkja mörk markaðarins. Verð á íbúðum sveiflast mjög eftir markaðsaðstæðum. Sá sami markaður leysir ekki vanda þeirra sem þurfa félagslega íbúð. 

Það sýnir bara staðan í dag það er gríðarlegt ófremdar ástand í húsnæðismálum láglaunafólks. Þessi flokkur á ekki skilið að fá nema tvo fulltrúa einkum eftir viðskilnað þessa flokks við stjórn borgarinnar undanfarin ár. Eins og gjaldþrota Orkuveitu.

Það myndi bæta hag borgarbúa verulega ef  VG næði tveimur mönnum í borgarstjórn. Það myndi minnka verulega miðflokka slagsíðuna á  borgarstjórninni. Vonandi verður það niðurstaðan.


mbl.is Meirihlutinn með tíu fulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband