27.2.2015 | 18:22
Það er eðlileg krafa að fyrirsögn sé rétt
Ef Sigríður Björk væri götusópari væri bara eðlilegt að hún héldi áfram störfum enda skaði hún engan með störfum sínum. Hún fengi þá í mesta lagi áminningu
En það hlýtur að vera óeðlilegt að hún starfi sem lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sem er stærsta lögreglu umdæmið í landinu. Eftir að hafa hagað sér með þessum hætti í starfi.
Hún er lögfræðimenntuð, þannig að hún á sér nákvæmlega ekkert til málsbóta.
Ef hún héldi áfram störfum sem ekkert væri, væri það bara eitt dæmið enn sem setur svartan blett á störf fólks í ábyrgðarstörfum sem eru í starfi á vegum Sjálfstæðisflokksins, nóg er nú samt.
Innanríkisráðuneytið á nú eftir að fara yfir málið, það er auðvitað alvarlegt einkum eftir það sem undan er gengið
Miðlunin ekki studd viðhlítandi heimild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já það er viðbúið að sett verði fram rík krafa um að hún segi af sér. Enda er starfið þess eðlis að þar þarf að vera algjörlega flekklaus aðili.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2015 kl. 18:52
En sá í stjórn Persónuverndar sem LAK niðurst0ðunnni í Kjarnan
á sá aðili að ver einhver hetja?
Grímur (IP-tala skráð) 27.2.2015 kl. 20:10
Sumir bera bara ekkert skynbragð á hvað er réttlætanlegur leki og hvað ekki. En þannig er það bara, sennilega pólitísk blinda sennilega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2015 kl. 21:10
Grímur. Það sem þyrfti frekar að spyrja að er: Fyrst að Persónuvernd hefur komist að niðurstöðu, hvers vegna birtir hún þá ekki þann úrskurð á vefnum?
Guðmundur Ásgeirsson, 27.2.2015 kl. 22:38
Guðmundur góð spurning.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2015 kl. 02:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.