Það er ekki náttúrlögmál að bankavextir séu frjálsir

  • Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað?
  • Það er ekki náttúrulögmála að bankavextir séu frjálsir

Í flestum löndum hins frjálsa hagkerfis eru seðlabankavextir fast ákveðnir en viðskiptabönkum gefið frelsi til að ákveða sína vexti sjálfa. En það það ríkir sjaldnast algjört frelsi, heldur frelsi innan þeirra marka sem seðlabankar og ríkisvald í löndunum líða og telja eðlilegt.

Ný ríkisstjórn tók við völdum á Íslandi 26. maí 1983 eftir langa og harða baráttu Sjálfstæðisflokksins sem skapaði einhverja mestu óðaverðbólgu sem sést hefur á Íslandi.

Eftir að Ríkisvaldið var gert óvirkt í nær 6 mánuði.

Forsætisráðherra var Steingrímur Hermannsson (B) og utanríkisráðherra Geir Hallgrímsson (D).

Fyrsta verk þeirrar ríkisstjórnar var að setja bráðabirðalög er lækkuðu laun hjá launafólki en ekki hjá öðrum og að bannað var að launataxtar í kjarasamningum væru verðtryggðir.

Jafnframt var með sömu lögum bankavextir gefnir frjálsir og þeim í raun gert skylt að tryggja að öll lán til einstaklinga væru verðtryggð. En lán til atvinnuveganna skyldu áfram vera óverðtryggð.

M.ö.o. voru með þessum lögum teknir upp tveir gjaldmiðlar á Íslandi.

Öll laun skyldu greidd með óverðtryggðri íslenskri krónu.

Fyrirtækin skyldu hafa tekjur í verðtryggðum íslenskum krónum.

Öll lán til einstaklinga (launafólk) skyldu vera í verðtryggðum íslenskum krónum, en fyrirtækin og þar með atvinnurekendur skyldu greiða skuldir sínar með verðtryggðum krónum en lánin óverðtryggð.

Þetta segir einfaldlega, úr því að hægt er með einfaldri lagasetningu að gefa alla vexti í bönkum frjálsa er hægt að setja lög um að binda vexti í bönkum við tiltekið hámark.

Einnig er auðvitað kominn tími til þess, að verkalýðsfélögin hafi samningsfrelsi. Það hefur nefnilega sannað sig að þessar skorður við samningsfrelsi verkalýðs-félaganna hafa ekki komið í veg fyrir kollsteypur samfélagsins.

Þetta sannaðist 1990 og 2008.

Allan tíman frá 1983 hafa verkalýðfélögin dansað þann ræl, að reyna að koma veg fyrir slíkar kollsteypur.

Samtök atvinnurekenda bulla gjarnan um þessi mál framan í fréttamenn og þeir svo lítið inn í þessum málunum að þeir taka bullinu sem staðreyndum.

Það eru nefnilega aðrir sem skapa verðbólgu í landinu en stéttarfélögin.Einnig er auðvitað kominn tími til þess, að fyrirtækin beri ábyrgð á þeim samningum sem þau gera.

 

mbl.is Hagnaður 81 milljarður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband