Það er einsýnt að fjölga þarf fólki hjá ríkissaksóknara

  • En ekki bara til að dæma fleira fólk, heldur ekki síður til að hægt verði að sýkna fleira fólk vegna ásakana um ýmiskonar ólöglegt athæfi. 
  • En, „Draga verður gerend­ur til ábyrgðar“ og þá er sama í hvaða landi það er.

Eins og fréttin segir, að þá liggja 245 óaf­greidd saka­mál á borði rík­is­sak­sókn­ara og hef­ur reynst erfitt að ná í skottið á mála­hal­an­um sök­um stöðugr­ar fjölg­un­ar verk­efna.

Þetta er auðvitað alvart ástand,  því hluti þess að hægt sé að halda uppi lýðræðis-legu samfélag hér á Íslandi er, að landinu séu í réttlát lög gagnvart þjóðinni sem heildar og að dómskerfið sé í virku starfi og getið skoðað öll mál sem þörf er á.

Annars er lýðræðinu hætt,  það sama á auðvitað við starfsemi „sérstaks sak-sóknara“  þjóðfélagið verður að halda það út, að kosta þá starfsemi með fullri reisn. Þar eru auðvitað sömu lögmálin varðandi þjóðina og þegna hennar.

Nauðsynlegt er að sýkna þá sem saklausir eru og dæma þá sem sekir eru.  Einnig er nauðsynlegt að jafnrétti ríki milli manna þegar kemur að því sitja í fangelsi. Þar á enginn séra Jón að vera til.


mbl.is Nær ekki í skottið á málahalanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband