Drullumallið í apotekunum

  • Lyfsalarnir eru auðvitað orðnir svo vanir að selja hverskonar mall á túpum og vökva á flöskum með gríðarlegum yfirlýsingum um eitt og annað.

  • Þeir selja jafnvel allskonar yngingardrullu í hverskyns túpum og dollum og allir vita, að það sem auglýst er með íburðarmiklum auglýsingum getur ekki staðist.

  • Er nokkur furða þótt þessir menn ruglist í ríminu.

Sjónvarpið spilar í löngum bunum auglýsingar þar sem ýmislegt er fullyrt. Sum efni gera menn jafnvel gáfaðri ef menn éta þau heldur enn ef þau gera það ekki. Það vantar ekkert upp á sölumennskuna. Önnur drulla gerir fólk fallegra og annað fólk verður grennra.

  • Hver er munurinn á þeirri sölumennsku og þeirri sem þeir fordæma nú?

Drullufyrirtækin með heimsþekkt vörumerki lofa betri húð, meiri hárvexti, meiri kyngetu og að húðin yngist um mörg ár og að hún verði slétt eins og á ungbarni. Hár fái varnanlegan gljáa. Limir eiga einnig að stækka á körlum og kynlíf kvenna að verða eins og draumur sem aldrei getur ræst. Allt eftir þessu.

Aldrei hef ég tekið inn nein svona efni, en gráu hárunum er farið að fækka. En það er vegna þess að ég er skyndilega að verða sköllóttur.

Er ekki kominn tími til að þessir apotekarar líti í eigin barm, því það er mörg gagnalaus drullan sem þeir selja og hafa til þess þjálfaða sölumenn og með mikið af erlendu auglýsingarfjámagni.

Apótekarar líta það alvarlegum augum að lyfsali hafi selt svonefnt nanóvatn í apóteki, ekkert leyfi var fyrir framleiðslunni. Formaður lyfsalahóps Samtaka verslunar og þjónustu segir það hafa komið sér mjög á óvart að apótek seldi slíka vöru.
RUV.IS
 
 

 


mbl.is Oftúlki enn rannsókn á SagaPro
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband