Nú er stand á lögreglustöðvum í Reykjavík

  • Hefði einhver haldið að drottningarviðtalið á Morgunblaðinu við lögreglustjórann myndi jarða málavafsturinn í kringum Sigríði Björk er það bara óskhyggja.

Það voru alvarleg mistök hjá þeim stöllum lögreglu-stjóranum og ráðherranum yfirmanni lögreglustjórans að láta ekki fara yfir málið af sér tilkölluðum rannsókn-araðilum.

Bara strax nú í „LÖKE-málinu“ gegn lögreglumanninum Gunnari Scheving Thorsteinssyni sem fer fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur er farið að vitna í mál Sigríðar Bjarkar og farið að bera saman sakarefni.

 Gunnar er nú ákærður fyrir brot á þagnarskyldu samkvæmt 136. gr. almennra hegningarlaga, sem er almennt þagnarskylduákvæði opinberra starfsmanna. Um lögreglumenn gildir einnig sérstakt þagnarskylduákvæði, 22. gr. lögreglulaga sem kveður ekki á um refsiheimild en veitir fyllingu um inntak 136. gr. þegar lögreglumenn eru sóttir til saka. 

Lögmaður Gunnars Scheving ber LÖKE-málið saman við mál Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lögreglustjóra sem talsvert hefur verið fjallað um undanfarna daga. Vitnað er til 22. greinar lögreglulaga í úrskurði Persónuverndar um samskipti hennar við Gísla Frey Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmann innanríkisráðherra.

Það fellur ekki undir hlutverk Persónuverndar að meta hvort lögreglulög hafi verið brotin, en í úrskurðinum um mál Sigríðar Bjarkar er þó að finna eftir-farandi málsgrein um þau skýrsludrög sem lögreglustjórinn sendi án heimildar og í trássi við 11. og 12. grein persónuverndarlaga:

„Að öðru leyti ber og að telja upplýsingar í drögunum lúta að einkahögum einstaklinga sem eðlilegt er að fari leynt, sbr. 1. mgr. 22. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 þar sem fjallað er um þagnarskyldu lögreglu.” 

Lögmaður Gunnars  segir m.a.: „Ég tel hennar staðfesta brot miklu alvarlegra en meint brot míns skjólstæðings.”

Sakar lögreglu um rangar sakargiftir


mbl.is Krefst ekki refsingar í málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband