Það er þekkt, að með vel skipulögðum og styttri vinnudegi

  • Má auka framleiðni í allri framleiðslu

  • Það er stórlega ofmetið, að það sé meiri framleiðni í stórum fyrirtækjum 
  • það er í gangi annað hugtak sem kallað er fram-leiðni fjármagnsins sem liggur í fyrirtækinu
  • þ.e.a.s. hvað kostar að framleiða stólinn og hver er munur á útsöluverði og kostnaði

 ·
Stytting vinnuvikunnar og aukin framleiðni eru meðal helstu atriða til umfjöllunar í komandi kjarasamningum ýmissa stéttarfélaga og samtaka vinnuveitenda. 
 
Það að auka framleiðni vinnunnar er það algjörlega í höndum atvinnurekenda. Það ættu atvinnurekendur að athuga. Þeir verða að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra
 
  • Í öllum þeim löndum sem íslendingar vilja bera sig saman við er ekki um það deild að aukin framleiðni í framleiðslu verður aðeins til af góðu skipulagi og eðlilegum starfsreglum sem eru virtar.

  • Það byggir t.d. ekki á auknu líkamlegu vinnuálagi nema að síður væri. Það væri t.d. hægt að auka framleiðni vinnu hvers vinnustaðar ef farsímar væru á bannlista. Bæði hjá yfirmönnum og hjá fólkinu á gólfinu. 

  • Því eigendur og aðrir yfirmenn verða alltaf að vera til fyrirmyndar, vinna mest og mæta best. Eftir höfðinu dansa limirnir. Þegar vinnuhættir eru í lagi er næst að auka framleiðslu á hverja unna vinnustund með skipulagi. Þá aukast afköst og öllum líður vel.

  • Þegar þetta er komið í lag má huga að fjárfestingum í betri tækjum. En slík fjárfesting verður að standa undir sér.

  • Með góðu skipulagi má auka framleiðni ásamt því að stytta vinnudaginn t.d. niður í 8 stundir á dag án þess að skerða launin. 

  • Það eru mistök að taka upp afkastahvetjandi launa-kerfi, því slík vinnubrögð stöðva alla framþróun í afköstum fyrirtækja. Það er margsannað að fólk sem vinnu eftir föstum launum afkastar meiru en þeir sem eru í ákvæðisvinnu.

mbl.is Ávinningur af styttri vinnuviku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband