Sá þykist loðinn um lófanna

  • Árni Sig­fús­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri í Reykja­nes­bæ og nú­ver­andi odd­viti sjálf­stæðismanna í minni­hluta bæj­ar­stjórn­ar, seg­ist bera ábyrgð á þeirri stöðu sem kom­in er upp í fjár­mál­um bæj­ar­fé­lags­ins.Þetta kom fram í kvöld­frétt­um RÚV.
    *
  • RÚV birtir strax viðtal við Árna á jákvæðum nótum og honum gefið færi á því að hrósa sjálfum sér í leiðinni

  • Það er greinilegt að einelti hægri flokkanna á Íslandi skilar þeim árangri að RÚV hefur lang-oftast viðtöl við forystumenn í þessum eineltis-flokkum tveim og það langt út fyrir fylgið þeirra. 
  • Þetta eru auðvitað útgerðarflokkarnir Sjálfstæðisflokkur og Framsókn 


Þetta sýna gögn sem hægrimennirnir hafa sjálfir kallað eftir og kynnt. Með fyrirspurnum á Alþingi, ekki síst.

  • Ætli fréttamenn á RÚV séu hræddir við Moggann?

Sérstök úttekt var gerð á viðmælendum frétta og fréttatengdra þátta RÚV á árunum 2009 og 2010, farið í saumana á viðmælendum í 18-fréttum RÚV-útvarps, 19-fréttum RÚV-sjónarps, í Speglinum, Kastljósi og Silfri Egils.

Þetta var sem sagt eftir Hrun og um það bil frá því að Búsáhaldauppreisnin kom ríkisstjórn

Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar frá og við tók vinstri stjórn Samfylkingar og VG. Kosningabarátta spilaði inn í. Þetta eru fyrstu tvö ár Hrun-aðgerða.

Á umræddu tímabili voru fulltrúar stjórnmálaflokka landsins viðmælendur RÚV-þáttanna í heild í alls 1.484 skipti. Þar af voru viðmælendur frá

  • Sjálfstæðisflokknum í alls í 549 skipti eða 37%. Flokkurinn sem þó fékk „bara“ tæplega 24% í kosningunum 2009.
    *
  • Viðmælendur voru frá Framsókn 270 skipti eða 18,2%, en flokkurinn fékk 14,8% í kosningunum.
    *
  • Samfylkingin hafði megnið af tímabilinu forsætið og forsetastól Alþingis, en viðmælendur frá þessum flokki voru í 293 skipti eða 19,7%.Flokkurinn fékk 29,8% í kosningunum.
    *
  • Viðmælendur frá VG voru 223 eða 15,7%, en flokkurinn fékk 21,7% í kosningunum.
    *
  • Viðmælendur frá BH/Hreyfingunni voru 111 eða 7,5%, en flokkurinn fékk 7,2% í kosningunum.

mbl.is „Ég skal bera ábyrgð á þessu öllu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband