Sjálfstæðisflokkur er ekki lýðræðislegur flokkur

  • Hér enn ein vísbendingin um lýðræðisást Sjálfstæðisflokksins, þar á bæ hefur aldrei verið gefið mikið fyrir stjórnkerfi lýðveldisins Ísland sem gerir ráð fyrir virku þingræði milli kosninga.

Stjórnkerfið gerir einnig ráð fyrir málefnalegri umræðu um öll mál og sérstaklega þau sem skipta máli.

Þessi flokkur hefur alla tíð plantað sínum mönnum inn í öll þau félög sem þeir hafa getað og reynt að koma þeim í stjórnir allra félaga.

Æskulýðsfélögin eru jafnvel ekki óhult fyrir þessu skrímsli.Í þessum félögum voru ævinlega í gangi persónunjósnir flokksfélaganna.

Þetta stjórnarfar Sjálstæðisflokksins minnir óneitanlega á stjórnarfarið í gömlum fasistaríkjunum í t.d. Evrópu þar sem einflokkskerfi hafa verið í gangi. Eins og t.d. í Ráðstjórnarríkjunum undir stjórn Stalíns og lengi lengi eftir það, í Þýska-landi Hitlers og á Spáni Frankós. Þar var það Flokkurinn sem öllu réð eða þannig, en það var auðvitað eiræðisherrann sem öllu réðu í öllum þessum ríkjum.

Nú býr íslenska þjóðin við einn slíkan sem hefur aðsetur í Hádegismóum sem stjórnar í krafti stórútgerðarinnar og fjármagnsins sem þessir aðilar búa yfir..

Þessi flokkur þóttist hafa önnur sjónarmið á tímum vinstri stjórnarinnar þegar útgerðarmenn og samtök annarra atvinnurekenda reyndu með afli hvað eftir annað að bola vinstri stjórninni frá völdum. Þegar það ekki tókst og ASÍ sá að sér á örlagastundu varð farið aðrar leiðir.

Nú var farið í þann svakalegasta áróður sem sést hefur í þessu landi. Útgerðar-menn spöruðu ekki auranna og menn voru keyptir bak og fyrir inn í þennan málaliðahóp.

Þrátt fyrir mallandi spillingu tókst hægri flokkunum að ná meirihluta þingmanna vegna óeiningar flokkanna vinstra megin í litrófi stjórnmálanna. Hægri flokkarnir fengu mikinn meirihluta þingmanna út á 51% atkvæðafylgi.

En fram hefur komið margoft hjá utanríkisráðherranum, að ef viðræður halda einhverntíma áfram verði að breyta samningsmarkmiðunum.

Þar liggur auðvitað hundurinn grafinn. Útgerðin og landbúnaðurinn vilja ráða því hver samnngsmarkmiðin eru rétt eins og var í tveim síðustu samningum við ESB.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórnina og forseta Alþingis þegar taka átti stöðu Alþingis og yfirlýsingu forseta Alþingis til umræðu vegna ESB-málsins.. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði málið óskaplega skýrt - meirihlutinn ræður.
RUV.IS

mbl.is Töldu tillöguna heldur ekki bindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband