Alvarleg mistök samtaka atvinnurekenda

  • Skapa þarf meiri jöfnuð í samfélagið

Í þessari kjarasamningalotu sem er að hefjast, einnig má sjá hverskonar stjórnleysi það er sem fylgir þeirri miklu miðstýringu sem kjaramálum er haldið í.

Heilar atvinnugreinar og fyrirtæki þurfa þannig ekki að bera ábyrgð á eigin tilveru. Stórir hópar launa-fólks og fyrirtækja lifa þannig á verkum annara launamanna.

  • Þetta er mjög hættulegt fyrirkomulag.

Einnig  hversu alvarleg og djúp hjólför það eru í allri atvinnuþróun að fyrirtækin leiti sífellt á náðir ríkisvaldsins til að geta greitt launafólki laun. Hvar er ábyrgð fyrirtækjanna?

Það er augljóst, að hin mikla samstaða launafólks á landsbyggðinni um að gera kröfur um að 300 þúsund skuli eiga að vera að 3 árum liðnum, hefur komið samtökum atvinnurekenda á óvart. 

Auðvitað áttu atvinnurekendur að grípa boltan og koma fram með eðlileg gagntilboð sem byggðu á þessari grunnhugmynd um lágmarkslaun og síðan lágstemdar krónutöluhækkanir fyrir þá sem eru á hærri launum.

Starfsgreinasambandið hefur unnið mikilvægan áfangasigur og hefur fengið  stuðning hvarvetna úr samfélaginu. Þá stuðning frá meirihluta alþingismanna og frá ráðherrum í ríkisstjórm.

  • Það er auðvitað staðreynd, að ekki er hægt að tala um stöðugleika í þjóðarbúskapnum þegar stórum hópum þjóðarinna er haldið fyrir neðan fátækramörk.Þessa staðreynd skilja allir.

Grímulaust birtu iðnaðarmenn sínar launakröfur á dögunum og ljóst er, að samtök þeirra gera kröfur um að iðnaðarmenn fari í hálfa milljón í mánaðarlaun. Þetta eru auðvitað ósvífnar kröfur eftir allt sem undan er gengið.

Íslenska samfélagið hefur stutt rækilega við bakið á iðnaðarmönnum í byggingariðnaði undanfarin ár. En þessi grein hefur að stórum hluta verið á undanþágu við að skila virðisaukaskatti árum saman. Er þýðir á mannamáli að aðrir launamenn hafa borið hærri skatta fyrir vikið.

Það á að láta byggingamenn sjálfa berjast fyrir sínum launamálum. Þeir hafa aldrei haft þann slagkraft sem þarf, en þeir hafa gjarnan haft lag á því að hanga aftan í öðrum stéttum sem hafa stöðu til átaka en sjálfir eru þeir veikir til átaka.

  • Það er mikilvægt að minnka spennuna í byggingariðnaði um þessar mundir.

mbl.is Atvinnurekendur vilja hækka grunnlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæll Kristbjörn. 720,000 á mánuði fær góður gröfukall í Noregi. Þegar ég fór út að vinna fyrst (Svíþjóð 64) þá voru launin svona ósköp lík og er þá hægt að sjá hvað við erum rosalega á eftir hinum Norðurlöndum í dag. Og er ég líka á leiðinni út aftur, búinn að fá vinnu sem gröfukall þó ég sé orðinn 72 ára. Svo 300,000,- á mánuði eru bara 1/2 laun í dag. Ég vill fá Dagsbrúnarliðið sem var 1960 til baka!

Eyjólfur Jónsson, 17.3.2015 kl. 17:09

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

ég er sammála þér, 300 á mánuði eru lág laun. Jafnvel 500 á mánuði eru ekki há laun 

Kristbjörn Árnason, 17.3.2015 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband