Í hverra þágu vinnur þetta fólk?

  • Það er afar auðvelt að styrkja stjórnmálaflokkanna framhjá þessum styrkjareglum, aðferðir sem margra ára reynsla er fyrir og ég hef oft sagt frá.
    *
  • Það er enginn vafi á því, að þessir aðilar eru ekki að gefa frá sér fúlgur fjár án þess að ætla sér ávöxtun af þeim.
    *
  • Þá er það staðreynd, að mútur eru algengar á Íslandi

„Á hvaða öld lifum við? Iðnaðarráðherra gerir 700 milljón króna „ívilnunarsamning“ við fyrirtæki í sínu kjördæmi sem er í eigu náins frænda fjármálaráðherra,“ segir Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Colombia háskólann í Bandaríkjunum í færslu á Facebook.

Jón bætir við að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem frændur fjármálaráherra virðist fá sérstaklega góða meðhöndlun hjá ríkinu. „Landsbankinn seldi um daginn öðrum frænda fjármálaráðherra stóran hlut í Borgun í gegnum lokað ferli. Ég ætla að ganga svo langt að kalla þetta spillingu,“ segir Jón.

Núverandi iðnaðarráðherra hefur verið mjög dugleg við að eiga samskipti við erlenda aðila og einnig í félagi við formann atvinnumálanefndar keyrt áfram stefnu í virkjunarmálum sem er í hreinni andstöðu við hagsmuni almennings.

Í þessu sambandi er vert að minna á þá staðreynd að bæði Bjarni Benediktsson og Ragnheiður Elín hafa sótt fundi hjá systurflokki Sjálfstæðisflokksins í Bandaríkjunum, Repúblikanaflokknum.

Enginn veit hvaða umræður hafa farið fram milli þessara stjórnmálamanna og ýmissa fulltrúa stórfyrirtækja þar í landi. Einni hvort samið hafi verið um styrki til flokksins í leiðinni.

Jón Steinsson hagfræðingur segir ívilnunarsamning við Matorku vera spillingu.
WWW.VISIR.IS

mbl.is Samþykktu fjölgun virkjanakosta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband