Minning um baráttukonu

Á morgun föstudaginn 20. mars verður borin til grafar Bjarnfríður Léósdóttir.

Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju kl. 13:00.

Með Bjarnfríði er fallin frá einn skeleggasti og einlægasti baráttumaður íslenskrar verkalýðshreyfingar síðari áratuga, Bjarnfríður Léósdóttir var 90 ára frá því í ágúst s.l.

Um það er enginn efi, að Bía fórnaði sér algjörlega fyrir hag láglaunafólks og þó einkum fyrir hag fiskverkakvenna hennar vettvangur var kvennadeildin við Verkalýðsfélagið á Akranesi.

Þótt aldurmunur væri vel yfir 20 ár á milli okkar var ég alltaf aðdándi Bjarnfríðar. Ég varð einnig oft vitni að því hvernig margir forystumenn ASÍ komu fram við hana.

Það geislaði alltaf af Bjarnfríði réttlætiskenndin og fórnfýsin í garð þeirra sem minnst máttu sín. Það var hennar hlutskipti að bera uppi þeirra eðlilegu réttlætiskröfur á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar, einkum þó málstað fiskvinnsukvenna.

Er kallaði á árekstra við þá aðila innan hreyfingarinnar sem höfðu slæma samvisku. Í ASÍ var allt morandi í allskonar bandalögum og klíkuklækjum feitra karla. Karlar sem iðulega fóru á fylleríi þegar þeir mættu á stóra fundi innan ASÍ.

Þar voru á rorrinu karlar sem höfðu nánast ekkert brunns að bera í eðlilegri verkalýðsbaráttu. Þeir lögðu nánast aldrei neitt til málana opinberlega því þeirra var baktjaldamakkið bæði við aðra félaga í ASÍ og við aðila innan samtaka atvinnurekenda.

En innan ASÍ virðist mér félagsleg hugsun nánast löngu horfin. Það sést greinilega á háttarlagi verkalýðsfélaganna á Faxaflóasvæðinu þar sem nú er ríkjandi einstakslingshagsmuna gæsla og hugsunarháttur markaður af því og markaðslaunakerfi allsráðandi sem það með sér að menn troða niður skóinn á hvor öðrum og samhygðin nánast horfin.

Sjá má þetta einkenni og þroskaleysi í vinnubrögðum samtaka iðnaðar-manna um þessar mundir.

Kjarnin í lífskoðun Bjarnfríðar felast í þessum orðum:

Friður byggist á réttlæti
og réttlæti er forsend friðar.

Blessuð sé minningin um Bjarnfríði Leósdóttur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband