Flokknum hefur nú verið snúið nokkuð upp í vindinn

  • Það hefur verið sagt að það hafi verið samfylkingarmenn sem telja sig vera vinstrimenn í þessum flokki sem hafi hvatt Sigríði Ingibjörgu til að taka slaginn við Árna Pál. Ekki veit ég hvað satt er í því.

Svona utan frá séð, held ég að þetta hafi verið besta mögulega niðurstaðan fyrir flokkinn, sem er að senda formanni flokksins skýra kröfu um að flokkurinn haldi sig örugglega vinstra megin í litrófi stjórnmálanna.  Það eru a.m.k. þau skilaboð sem Sigríður Ingibjörg lætur frá sér fara.

En Árni Páll hefur alla tíð reynt að rorra í miðjumoðinu  og víst er að gamla Alþýðuflokksliðið hefur einmitt kosið þá línu.  Árni Páll sveik kjósendur flokks-ins í stjórnarskrármálinu og var hann sérlega óskýr í öllum málflutningi fyrir síðustu kosningar.

Hann hélt að það yrði leiðin hans inn í ríkisstjórn að sleikja nógu rækilega bossann á íhaldinu.  M.ö.o. hann valdi leið Ingibjargar Sólrúnu sem einnig sveik kjósendur Samfylkingarinnar um árið. Það voru á sinni tíð skelfileg mistök hjá flokknum að gera Ingibjörgu Sórúnu að formanni Samfylkingarinnar og flokkurinn tók við það u – beygju til hægri.  

Hún er og var aldrei neinn vinstrimaður og hún leiddi þennan flokk í  ESB stefnuna.  Það voru margir vinstrimenn sem þá yfirgáfu þennan flokk í kjölfarið og líklega hefur það alltaf verið ætlunin.

Hvernig svo sem fram­boð Sig­ríðar Ingi­bjarg­ar er til­komið  er ljóst að hægri vængurinn í flokknum er verulega laskaður , en Sigríður Ingibjörg sem hefur styrkt sig í flokknum og sem þingmaður hefur þegar lýst yfir fullum stuðningi við Árna Pál sem formann. Nokkuð sem hægri vængur flokksins hefði tæplega getað gert gagnvart Sigríði Ingibjörgu ef hún hefði sigrað.

 


mbl.is Framboðið var misráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef sf vill berjast við VG um vinstra-fylgið þá hefði SII verið ágætur kostur.  Hægri kratar hefðu áfram verið heimilislausir.  Vinstra fylgið er ekki nema ca. 20-25% og samanstendur að mestu leiti af krökkum og frústreruðum háskólakonum.  Fólk með fæturna á jörðinni nennir ekki að kjósa flokk sem hefur ekki annað fram að færa en að banna vændi og klám - enda snertir það ekki líf venjulegs fólks í landinu.  SF gæti haldið áfram að berjast við VG um hvor þeirra sé meira pólitískt korrekt og látið aðra um að höfða til kjósenda sem ekki nenna þeirri vitleysu.

Bjarni (IP-tala skráð) 22.3.2015 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband