Námsfólki er hampað á Íslandi

  • Í Kastljósi á dögunum taldi Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri samtaka atvinnurekenda að skólagengið fólk einkum háskólagengið, verði að fá ríflega umbun fyrir skólagöngu sína með verulega mikið hærri launum.
    *
  • Bara vegna fórnar þeirra fyrir þjóðfélagið að leggja það á sig að vera í háskóla.

Þetta var reyndar kostulegt innslag hjá manninum sem var samtali í þættinum ásamt Drífu Snædal starfsmanni Starfsgreinasambandsins. Umræðuefnið voru kjaramál verkafólks Rétt er í þessu sambandi að halda nokkrum atriðum til haga.

  • Fólk er í námi fyrir sjálfan sig en ekki fyrir aðra. Það er í hæsta máta furðulegt að það skuli eiga að verðlauna menn með hækkuðum launum fyrir skólanámið sérstaklega , en ekki fyrir þau verðmæti sem þeir skapa með störfum sínum.


Þá njóta námsmenn í háskólum ýmiskonar fríðinda umfram t.d. launamenn sem fara til starfa strax eftir grunnskólanám.

  • Þeir fá þjónustu dýrustu skóla landsins án þess að greiða fyrir það sem það kostar.
    *
  • Þá njóta þeir námslána á félagslegum kjörum.
    *
  • Þá eru þeir í forgangi við að njóta mjög ódýrs leiguhúsnæðis
    *
  • og greiða mjög lága skatta af launum sínum.

Á meðan láglauafólkið sem fer í vinnu strax eftir nám í grunnskóla eða skömmu síðar og starfa þá gjarnan eftir lægstu launaflokkum Starfsgreinasambandsins. Þetta er einmitt sá hópur fólks sem framhaldskólakerfið hefur svikið um lögbundna þjónustu undanfarna áratugi.

Einnig fólk sem hefur greitt fulla skatta frá því þeir hefja störf á vinnumarkaði oft frá 15 – 16 ára aldri og sitja síðan föst fyrir lífstíð í erfiðustu störfunum.

Mjög oft er þetta sama fólk farið að missa heilsu um 45 ára aldurinn og fá litla þjónusu af samfélaginu.

Þá nefndi Þorsteinn þessi dýru námslán og að starfsævi háskólamanna væri styttri vegna langrar skólaveru.

Dæmi Þorsteins um starfsárin á vinnumarkaði er bara bull og þessum manni til ósæmdar að bera þetta á borð við láglaunafólk, því háskólafólkið heldur almennt betri heilsu langt fram eftir öllum aldri og vinnur þess vegna lengur.

En því er gjarnan öfugt farið með þrælanna á lægstu laununum sem eru gjarnan heilsulausir upp úr fimmtugu.

Það er troðið á rétti láglaunafólks á Íslandi og það er óréttlátt, á sama tíma er öðrum hampað af samfélaginu.

En það er sanngjart að nefna það, að öll laun eru mjög lág á Íslandi miðað við hversu dýrt það er a lifa í landinu. 


mbl.is Önnur hver króna í raun styrkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband