27.3.2015 | 22:10
Það er mikilvægt að traust ríki á ráðherrum
- Hér er Bjarni Benediktsson að fjalla um mál sem tengjast óneitanlega fyrri atvinnu ráðherrans, þ.e.a.s. er hann var virkur í atvinnulífinu.
* - Hafði hann rík tengsl við fyrirtæki og einstaklinga sem hafa óneitanlega verið áberandi í umræðunni um spillingu á Íslandi síðasta áratuginn.
* - Það sama má einnig segja um forsætisráðherrann en hann tengist einnig mjög fjármálaöflunum í landinu
Síðan eru að birtast greinar um eitt og annað er varðar hugsanlega spillingu. Hér er eins slík grein sem tengist fjármaálaráðherranum og hann verður að skíra. Þessi pistill birtist á vefsíðunni vald.org og er hún birt nú í ,,Stundinni" Bjarni Benediktsson mun auðvitað leiðrétta þennan misskilning.
,,Þann 24. mars 2015 síðastliðinn, var gerður gríðarlega stór samningur við Silicor Materials en það er sólarkísilverksmiðja sem á að byggja upp hér á landi á Grundartanga. Þetta er einn stærstisamningur um fjárfestingu við fyrirtæki sem gerður hefur verið frá því 2003 og er í heildina 120 milljarðar.
Fyrir er á Grundartanga kísilverksmiðja í eigu Elkem Silicon Materials, sem hét áður Íslenska járnblendifélagið. Er áætluð stækkun á því fyrirtæki um 127 milljarða. Það sem vekur furðu er að Bjarni Benediktsson er skráður sem umboðsmaður Elkem á Íslandi samkvæmt fyrirtækjaskrá. Kemur það einnig verulega á óvart þar sem hann tjáði þjóðinni og fjölmiðlum í desember 2008 að hann ætlaði einungis að helga sig stjórnmálum að fullu.
Íslenska járnblendifélagið hf var eitt af þessum fyrirtækjum í eigu ríkisins sem var einkavætt á árunum 19982003. Það hefur mikið verið rætt fram og til baka um að rannsaka ætti einkavæðinguna betur.
Norskt fyrirtæki Elkem, keypti Íslenska járnblendifélagið. Sá sem hafði umboð og sá umkauptilboðsgerð fyrir Elkem á Íslandi var lögmaður að nafni Bjarni Benediktsson, sem var með eigin rekstur hjá Lögmannsstofunni Lex. Er hann núverandi Fjármála- og efnahagsráðherra Íslands. Svo varð úr að í desember 2002 var kauptilboðið samþykkt. Breytingar urðu á eignarhaldi fyrirtækisins og í desember 2008 eignaðist Alcoa álreksturseiningu Elkem. Í janúar 2011 eignaðistsíðan kínverska samsteypan China National Bluestar, Elkem. Furðu sætir Fríverslunarsamningurinnsem gerður var við Kína í júlí 2014, en hefur hann sjálfsagt í för með sér gífurlega hagræðingu á rekstri fyrirtækisins á milli Íslands og Kína á kostnað ríkisins.
Varðandi orkuverð til stórfyrirtækja, hefur stjórn Landsvirkjunar löngum talið það trúnaðarmál og myndi það þannig þjóna hagsmunum samstarfsfyrirtækja sem best. Sætir með ólíkindum að sú stefna hafi fengið að viðgangast, þar sem það að sjálfsögðu myndi flokkast sem mismunun ef einn fengi hagstæðari rafmagnskaup en annar.
Yfirmaður heildsöluviðskipta hjá Landsvirkjun 20022004 var Ólöf Nordal. Varð hún síðan framkvæmdastjóri sölusviðs hjá RARIK 20042005 er rafmagnssala var tekin inn í sérstakt fyrirtæki, Orkusöluna, og í framhaldi af því varð hún framkvæmdastjóri Orkusölunnar 20052006. Öllum að óvörum í desember 2014 skipaði Bjarni, Ólöfu Nordal sem Innanríkisog dómsmálaráðherra. Varð hún að segja af sér sem formaður bankaráðs Seðlabankans, vegna hins nýja ráðherrastarfs. Eiginmaður Ólafar er Tómas Már Sigurðsson og hóf hann störf hjá Alcoa árið 2004. Er hann framkvæmdastjóri frumframleiðslu Alcoa á heimsvísu í dag.
Samkvæmt Siðareglum ráðherra, er á meðal annars fjallað um upplýsingagjöf, hagsmunatengsl, hagsmunaárekstra, spillingu, launagreiðslur og að ráðherra gegni ekki öðrum störfum á meðan. Ber ráðherrum að sjálfsögðu einnig að fara eftir lögum í einu og öllu. Þess má einnig geta að Bjarni Benediktsson er ennþá skráður sem stjórnarformaður Bílanausts hf, sem var dótturfélag N1 en varselt í maí 2013. Verðbréfafyrirtækið Drang-Hlutur ehf nýtur einnig stjórnarformennsku hans.
Það hlýtur að vera krafa almennings að fá útskýringar og rannsóknar á málinu. Erinda hverra ganga ráðamenn okkar? Hagsmunir hverra eru hafðir í heiðri, almennings eða einhverra annarra?"
Kærar þakkir fyrir lesturinn.
Með bestu kveðju,
Anna Lilja Valgeirsdóttir
Telur ekki þörf á lagabreytingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 22:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.