Viturlega mælt hjá þessari öldruðu konu og fimmbarna móður

  • ,,Það er um að gera að vinna nógu mikið en ekki að þræla. Vinna bara venju­lega vinnu,“ seg­ir Árný Snæ­björns­dótt­ir frá Svar­tár­koti í Bárðar­dal.
    *
  • Aðspurð um gald­ur­inn á bakvið lang­lífið en hún fagn­ar 100 ára af­mæli sínu í dag.

Það hafa allir gott að því að vinna og fá tækifæri til að sjá sér og sínum farborða.  Einnig er nauðsynlegt að vinnan sé metin á eðlilegan hátt. Á því hefur verið misbrestur á Íslandi sem víða um lönd.  

Á þetta minnti Edda Heiðrún Backmann einnig í sjónvarpsviðtalinu í gærkvöld þar sem segir að allir eigi rétt á því að eiga til hnífs og skeiðar sem hefur skilað eðlilegu verki. Einnig þeir sem af ýmsum ástæðum verða óvinnufærir.

Í sjónvarpi var sýnd mynd í gærkveldi um þeldökkan mann, Salamon sem var seldur mansali í þrældóm og bjó við hin verstu kjör í 12 erfið ár. Í myndinni kom fram að flestir sem voru með honum í örbirðinni bjuggu við miklu verri kjör en hann.

Við íslendingar viljum gjarnan gleyma því að stór hluti þjóðarinnar var í raun hnepptur í þrældóm alveg fram á 20. öldina.

Þetta var í raun stéttlaust fólk sem enginn hafði áhuga á Það hafði nákvæmlega engin réttindi og bundið vistaböndum út fyrir gröf og dauða.

Fyrirmennin, stjórnmálamennirnir höfðu ekki áhuga fyrir kjörum þessa fólks eins og sjá má af vinnubrögðum þess aðila sem yfirstéttin í landinu gerði að þjóðhetju.

 

Í Kaupmannahöfn var um daga Jóns Sigurðssonar mikil og sterk umræða um lífskjör stéttlausra þar í landi. Þar spratt upp hópur fólks sem lét hagsmuni þessa fólks sig varða, fólk með ríka réttlætiskennd.

Yfirstéttarþjóðhetja íslendinga lét sem þetta fólk væri ekki til. Fólk sem hafði komist út fyrir heimahagana var miskunnarlaust flutt hreppaflutningum ef þeir misstu heilsuna t.d. vegna vinnuslyss og fjölskyldum skipt upp í þrældóminn, börn og fullorðnir og látnir vinna baki brotnu.

Þótt hann sem aðrir íslendingar vissu allt um stétt-lausa fólkið á Íslandi og þekkti einnig útslitna hornkarla og kerlingar á ungum aldri til þess að gera og hafði oftast orðið heilsulaust fyrir atbeina og hörku sem húsbændur þeirra hefðu átt að bera ábyrgð á.

Það er öllum mikilvægt að vinna og fá eðlilegt tækifæri til að sjá fyrir sér og sínum. Að geta þannig stofnað til fjölskyldu og fá viðurkenningu fyrir vel gerð störf og hlutverk.  

Mansalsmál eru aftur orðin algeng á Íslandi bæði er að ungar konur eru hnepptar í kynlífsánauð og ungir karlar í vinnuþrældóm. Þetta var algengt á Íslandi þegar Kárahnúkavirkjun var byggð.


mbl.is Mikilvægt að vinna - ekki þræla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband