Harður og ófélagslegur upptaktur hjá formanni BHM

  • Þessi upptaktur boðar ekkert gott, þegar þessi forystumaður háskólamanna sendi verkafólki fingurinn
    *
  • Hann sýnir þjóðinni ákveðna fordóma þessa fólks gagnvart því fólki sem starfar eftir lægstu launa-flokkum í landinu

Hér kemur þetta andfélagslega viðhorf er birtist í þessu orðalagi hjá Páli Halldórssyni BHM:
„Við sjáum það að nú eru menn að leggja fram kröfur um það að fólk sem hefur ekki fjárfest í neinni menntun fái 300.000 krónur í laun á mánuði. Okkar lægstu laun ná ekki þeirri tölu núna þannig að það er mikið að vinna. Við getum alveg ímyndað okkur að það væri verkefni sem tæki tíma að ná í gegn. Fyrst og fremst viljum við fá viðurkennt að menntun sé metin til launa.“

Fólkið sem hann vísar til hefur greitt fulla skatta frá 16 ára aldri og í raun haldið uppi háskólakerfinu með skattgreiðslum sínum.

Háskólamenn sjálfir hafa ekki þurft að greiða fyrir sína háskólamenntun, það hafa m.a. þessir skattgreið-endur gert.

Síðan má Páll gjarnan vita það, að þetta er fólkið sem framhaldskólakerfið sveik. Framhaldskólinn á að vera fyrir alla og bjóða upp á námstækifæri fyrir alla, en það hefur þetta skólastig aldrei gert.

Hákólanám þarf ekki að vera neitt merkilegra en annað nám og gríðarlega hátt hlutfall háskólamanna skila engan vegin því til samfélagsins sem vænta má af þeim útgjöldum sem þjóðfélagið hefur lagt til náms þessa fólks.

En það hafa þessir sem Páll vitnar í gert, þeir hafa svo sannarlega skilað sínu og fengið lítið fyrir. Páll ætti að geyma þennan fasisma fyrir sjálfan sig þar sem hann getur tottað sína pípu í einrúmi.

En vissulega er nauðsynlegt að háskólamenn njóti þokkalegra kjara. En þeir mættu vel átta sig á þeirri staðreynd, að ,,þetta fólk" hefur ekki verið með nein fúkyrði í garð félaga Páls Halldórssonar.

  • En þetta sýnir einnig þjóðinni að sú aðferðarfræði sem hefur verið í gangi í kjarasamningagerð allt frá samningunum 1990 er gengin sér til húðar.
    *
  • Reyndar voru háskólamenn í algjörri andstöðu við kjarasamningana 1990 og þá voru sett lög á BHM.
  • Það er kominn tími til þess, að fyrirtækin sem hafa verið höfð í bómull stjórnvalda allann þennan tíma fari nú að axla þá ábyrgð að standa sjálf undir launagreiðslum til starfsmanna sinna.

 

 
 
Ekkert miðaði á samningafundi BHM og ríkisins í morgun. Ekkert verður fundað um páskana.
WWW.VISIR.IS

mbl.is Víðtæk áhrif strax frá fyrsta degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband