7.4.2015 | 21:04
Þessi viðbrögð sakbornings ber vott um siðleysi að mati almennings
- Ég tel að Hæstiréttur hafi vaxið verulega í áliti meðal þjóðarinnar í heild sinni með þennan dóm á bankakörlunum.
* - Fólk sem var með milljónkrónur lögfræðinga á báðar hliðar. Farið var í allar mögulegar kúnstir til að reyna að spila með dómstólanna og almenningur varð vitni að hundakúnstunum.
* - En ef sakborningur telur að á sér hafi verið brotið fyrir réttinum getur hann auðvitað farið fram á endurupptöku málsins. Það réttur hvers einasta manns. Enginn á að vera dæmdur sekur sé hann saklaus.
Nokkuð sem sauðsvartur almúinn getur ekki, hann hefur ekki getu til að kaupa sér þjónustu dýrra lögfræððinga sem eru með hundruð þúsunda í tímakaup.
En ég skil vel að fólk sem alla daga gengur um í jólafötum lendi í vanda þegar hæstiréttur hefur dæmt það sem glæpamenn og þeir verði látnir dúsa í fangelsi til betrunar árum saman. Þessir menn voru nú vinir forsetans og tilheyrðu yfirstéttinni í landinu og töldu sig hafna yfir íslensk lög. Ég er viss um, að almenningur treystir niðurstöðu Hæstaréttar og fjölmargir eru á þeirri skoðun að dómarnir hafi verið of vægir.
Viðbrögð eiginkonunnar eru eins og við mátti búast úr þessum ranni, Því hvað á þetta ,,strangheiðarlega" og guðsvolaða fólk að segja börnunum sínum og barnabörnum?
Það er ómögulegt annað en að það finni einhver ráð. Þetta er auðvitað hneyksli að þeirra mati þar sem þetta fólk styrkti gömlu valdaflokkana um milljónir króna, það jafnvel árlega. Einfaldast er auðvitað að kenna öðrum um hroðann.
Það er nefnilega staðreynd að allir þeir sem hafa verið dæmdir í kjölfar hrunsins hafa allir verið alsaklausir að eigin sögn sem englar væru.
Dómstóllinn rak af sér slyðruorðið og sýndi þjóðinni að allir íslendingar eru jafnir fyrir íslenskum lögum og það er einnig staðreynd að Mannréttindadómstóll Evrópu breytir ekki niðurstöðu Hæstaréttar og heldur ekki niðurstöðu Landsréttar.
Stendur við ummæli sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 22:48 | Facebook
Athugasemdir
Ja hérna Kristbjörn.
Ertu virkilega svona heittrúaður á falskt réttlæti Hæstaréttar Íslands í raun og veru?
Er þetta ekki sami Hæstiréttur Íslands og dæmdi saklaust fólk í fangelsi í Guðmundar og Geirfinnsmálinu? Ef ég man rétt, þá var Hæstiréttur Íslands ekki löglega virkur réttlætisdómsstóll fyrir saklaust dæmt fólkið í Guðmundar og Geirfinnsmálinu?
Er það virkilega svona einfalt að svíkja sína eigin sannfæringu og réttlætiskennd fyrir þig, að þegar "ríku" kallarnir lenda í sama Hæstaréttarsvika-hræringsbullinu, þá er allt í einu hægt að treysta svikulum Hæstarétti Íslands?
Ég trúði því eitt sinn sinn að þú værir talsmaður réttlætisins, en nú verð ég að viðurkenna að ég efast stórlega um að þú sért talsmaður réttlætisins löglega og heiðarlega, jafnt fyrir alla.
Sorglegt að sjá hvernig sumir taka svikaflokkavaldsins "réttlæti" í sínar löglausu réttlætingahendur, eftir því hvernig þægilegu vindarnir blása byrlegast hverju sinni.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.4.2015 kl. 00:10
Ég viðurkenni fúslega fyrir þér Anna Sigríður að ég sem gamall kreppukommi á erfitt með að treysta íslenskum dómstólum þegar kemur að einhverju sem snertir þjóðfélagsmál.
Einnig þegar kemur að því að dæma mjög auðuga menn á Íslandi. Dómstóllinn kom mér svo sannarlega á óvart.
Kristbjörn Árnason, 8.4.2015 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.