8.4.2015 | 17:49
Verlag hefur hækkað í borginni fyrir áhrif mikils ferðamanna straums
Það er rétt sem Gísli Marteinn benti á fyrir ári og einnig margir fleiri:
- Mikilvægt væri þó að huga að þolmörkum borgarinnar og vísaði til ummæla Gísla Marteins Baldurssonar á síðasta ári þegar hann sagði Reykjavík eiga á hættu að verða rándýr túristagildra þar sem heimamenn snerust gegn ferðamönnum.
Svanhildur Konráðsdóttir segir mikilvægt að heimamenn sýni ferðamönnum áfram gott viðmót þar sem vinsemd borgarbúa væri meðal sérstöðu Reykjavíkur.
En Sif verður að gera sér grein fyrir því að íbúar Reykjavíkur geta ekki látið bjóða sér hvað sem er og ferðaþjónustuaðilar gera sig ótrúlega breiða í samskiptum sínum við borgarbúa.
Þessi mikli ferðamannastraumur hefur hækkað allt vöru- og þjónustuverð í Reykjavík, það er eitthvað sem borgarbúar muni ekki getað liðið endalaust. Það er allskonar núningur annar í gangi í borginni. Borgarbúar geta snúist gegn erlendum ferðamönnum eins og hendi sé veifað.
Eins verður almenningur hér að vera meðvitaður um að hann beri aukinn kostnað vegna ferðamanna með hækkuðum sköttum. Eins og staðan er í dag njóta erlendir ferðamenn ýmiskonar skattfríðinda á íslandi.
Megum ekki snúast gegn ferðamönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:46 | Facebook
Athugasemdir
Já, verðlag, það er það sem viðskiptavinurinn samþykkir, ekki satt. Samt vakti það athygli mína nýlega þegar ég kom inná veitingahúsið á BSÍ. Þetta er ekki vísindsaleg könnun en samt fannst mér að allur matur hefði verið hækkaður um kr. 1.000 á einu bretti. kr. 1790 varð kr 2.790 á einni nóttu. Auðvitað eru margir viðskiptavinirnir erlendir og lokaðir þarna inni, engin samkeppni sem slík...............en????????? Ég fór út, það eru svo margir aðrir staðir að velja úr, mun ódýrari.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 9.4.2015 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.