Bros til vinstri

  • Frosti á sér mörg skoðana systkin á vinstri væng stjórnmálanna um að gera Landsbankann að samfélagsbanka með því markmiði sem hann lýsir.
    *
  • Þ.e.a.s. að veita einkabönkum aðhald og samkeppni.

Einnig gæti hann hýst hlutverk íbúðalánasjóðs,til eru svipuð sjónarmið í þingflokki Sjálfstæðisflokks.

A.m.k. hljóta stjórnmálamenn landsbyggðar að vera fylgjandi slíkum hugmyndum til að vernda hagsmuni landsbyggðar. Þá mætti leggja niður núverandi íbúðalánasjóð.

Frosti Sigurjónsson formaður efnahags og viðskiptanefndar Alþingis tók til máls á flokksþingi framsóknarflokksins og varpaði fram þeirri hugmynd að Landsbankann verði „samfélagsbanki“.
RUV.IS

mbl.is Vilja afnema verðtryggingu á nýjum lánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég veit nú hvort þetta er einhver "vinstri" hugmynd með Landsbankann, allavega er ég sammála þessu. En varðandi afnámi verðtryggingar þá er ég sammála þeim hugmyndum þótt Samfylkingin og ASÍ hafi sett sig upp á móti því. Ég tel þetta vera mikið hagsmunamál fyrir launafólk að þessi verðtrygging verði afnumin.

Jósef Smári Ásmundsson, 12.4.2015 kl. 09:43

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það sem ég á við þegar ég ræði um vinstri, meina ég að þetta er hugmynd sem á að vera tilhagsbóta fyrir almenning fyrst og fremst. Ég er einnig á þeirri skoðun að það yrði til mikilla bóta fyrir landsbyggðina að slíkur samfélagsbanki tæki við verkefnum Íbúðalánasjóðs, einkum og sér í lagi að halda utan um félagsleg íbúðalán.

Ég tel mig þekkja ágætlega til umræðunnar vinstra megin í pólitíkinni og er á því að þetta gæti vel þóknast þeirra þankagangi.
 
Ég byrjaði að berjast gegn verðtryggingu á lánum strax í maí 1983 þegar bannað var að setja verðtryggingarákvæði í kjarasamninga. Það er svo merkilegt við þetta hjá þessum aðilum ASÍ og Samf. er þeir eru að berjast fyrir því að íslendingar taki upp evru. Sem þýðir auðvitað verðtryggingu á laun og lán 

Kristbjörn Árnason, 12.4.2015 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband