11.4.2015 | 21:37
Kátir dagar koma og fara
- Var sungið í eina tíð með miklum tilþrifum og fyrirferðarmiklum danssporum
* - Kom fyrir að ungir sérfræðingar í dansinum lentu í því að sýna sínar danskúnstir í fermingarveislum við mikinn fögnuð fólks í sparifötum.
Ljóst er að forsætisráðherrann sló hressilega um sig á flokksþingi Framsóknarflokksins nú fyrir helgina með svo áhrifaríkum hætti að gamli einræðisherrann sem nú dvelur í útlegð í Hádegismóum fékk hressilega fjörkippi.
Sigmundur Davíð sem hefur lagt sig í líma við að reyna líkjast móabóndanum sem allra mest, reynir nú að taka upp hans einræðistakta við mikinn fögnuð flokks-systkina sinna.
Mátti heyra einstaka ráðsetta framsóknarkomu segja: Það var mikið að það kom almennilegur hani á bæinn.
Aumingja Bjarni er í alvarlegri fýlu því móabóndinn sveik hann með því að hrósa framsóknarbóndanum hugumstóra.
Vandinn er bara sá, að þessi ráðherra fer ekki með málið. Það er voða fín nefnd með eintómum útlendingum að semja tillögur um hvernig skuli fara með þetta mál. Þessi nefnd hefur enn ekki lagt fram neinar tillögur sem Alþingi þarf væntanlega að skoða.
Síðan er það fjármála- og efnahagsmálaráðherra sem leggur fram tillöögur um málið á Alþingi sem lagðar eru fram í samráði með ríkisstjórn ásamt seðlabanka-stjóra sem í raun er sá sem framkvæmir þetta vandasama verkefni.
Þannig að þetta var bara svona gaspur eins og með Landspítalann, Nýtt hús á Þingvöllum og viðbyggingu við Alþingishúsið. Allt mál sem hann hefur litla sem enga aðkomu að. En auðvitað geta allir komið með tillögur en það þarf enginn að taka mark á þeim.
Ég spái því að forsætisráðherra skreppi í frí á morgun og láti ekki sjá sig í nokkra daga og skoði nýjar Bermúdaskálar í útlöndum til að gefa vini sínum og menntor
Sigmundur Davíð endurkjörinn formaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.