Það er vandi, að vera vitur eftir á

  • Það hefur ríkt hálfgert fár á sviði stjórnmálanna síðan forsætisráðherrann missti út sér eitthvað um gjaldeyrishöftin.
    *
  • Eitthvað sem hann hefur örugglega ekki ætlað sér fyrir fram að segja á flokksþingi Framsóknar nú um helgina. Þetta vill fara svona þegar menn sleppa blaðinu og segja eitthvað sniðugt blaðalaust.

Hann segir þetta algjörlega á bak við fjármálaráðherrann sem er formaður stóra flokksins í íslenskri pólitík, þess ráðherrans sem hefur þetta mál á sínu forræði. 

 

Bjarni fór bara í felur og vildi greinilega ekki svara neinum spurningum fréttamanna óyfirvegað.  Auk þess sem ritstjórinn í Hádegismóum brást honum algjörlega með viðbrögðum sínum er hann hrósaði Sigmundi Davíð.

Varla hefur Bjarni áhuga á því að lenda í  Icesave – klúðri eins og ríkistjórn Geirs Haarde  sem skellti sér í það verkefni að leysa ein og sjálf með samningi. Sem Alþingi náði ekki að klára áður en ríkistjórnin hrökklaðis frá völdum.

En Bjarni var einmitt sá þingmaður sem flutti frumvarpið um fyrstu Icesave samninganna. Vinstri stjórnin gerði einnig samninga ein og óstudd og fékk þá samþykkta á Alþingi og undirritaða af forsetanum.

Þessi reynsla sem ekki var góð fyrir neinn, hefði átt að kenna ríkistjórnum og þingheimi að stór mál verður að leysa sameiginlega með bæði þingmönnum ríkistjórna og stjórnarandstöðu. Sameiginleg ábyrgð er vænlegust í svo stórum málum.

Fyrir nálægt 4 árum var samþykkt að þetta gjaldeyrishaftamál ætti að vera á sameiginlegu borði allra stjórnmálaflokka á Alþingi og í nánu samstarfi með seðlabankanum.

Samþykkt var að fá erlenda sérfræðinganefnd til að gera tillögur um málið. Hvíslað hefur verið sögusögnum um að missætti sé milli stjórnarflokkanna um málið.

Það má vel vera að þessir tveir ráðherrar reyni nú að ná sáttum í málinu og er það bráðnauðsynlegt og að sérfræðinganefndin fái frið til að vinna sína vinnu.

Tæplega ætla þessir ráðherrar að fría stjórnarandstöðuþingmenn af því að vera í samráði um hvernig skuli vinna í þessu máli.

Slík vinnubrögð eru beinlínis hættuleg og algjörlega úrelt eftir Icesave upp á komuna.  Það er a.m.k. óásættanlegt að þessir ráðherrar séu í felum.


mbl.is Krefjast svara frá Sigmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég hef aldrei skilið vinstri menn og þeirra hugsunarhátt, en Nú  hef ég algjörlega misst af lestinni, so to speak.

Vinstri menn hafa gnauðað á því síðan að þeim var sparkað úr RIKISSTJORN að það verði að gera eitthvað í því að losa um gjaldeyrishöftin og skammast út í núverandi Ríkisstjórn fyrir aðgerðaleysi i þessu málefni.

Loksins þegar Forsætisráðherra tilkynnir að nú verður gert eitthvað í því að afnema gjaldeyrishöftin, þá verða Vinstri menn albrjalæðir og skammast út í ráðandi Ríkisstjórn um að það sé ekki nægur tími til að afnema gjaldeyrishöftin.

Hvað vilja Vinsti menn, halda í gjaldeyrishöftin eða losna við þau, ég á erfit með að skilja hvað Vinstri menn í raun og veru vilja.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.4.2015 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband