Allt gengur gegn hagsmunum láglaunafólks

  • Sífellt fleiri gera sér grein fyrir þeirri staðreynd að núverandi lífeyrissjóðagreiðslur launafólks. Eru bara flatur aukaskattur á launafólk. 

Nú berast þær fréttir að Lífeyrissjóðurinn Gildi ætli að skerða lífeyrisréttindi sjóðfélaga því ríkið hefur lækkað svokallað örorkuframlag.

 

  • Sjóðfélagar í Gildi eru í starfsstéttum þar sem álag er mikið. Því er hlutfall örorkugreiðslna mun hærra í Gildi en í flestum öðrum lífeyrissjóðum.
    *
  • Nýlega bárust fréttir frá norsku lýðheilsustofnunni að langskólagengnir karlar í Noregi lifi sjö árum lengur en þeir sem eru eingöngu með grunnskólamenntun.
    *
  • Eru þó starfskjör verkafólks þar í landi miklu betri enn á Íslandi og vinnutími styttri.

Þetta getur ekki komið á óvart þeim sem hafa fylgst með lífsgæðum ófaglærðs fólks á Íslandi og hlustað á áróður háskólamanna eins lækna í vetur er þeir áttu í vinnudeilum við ríkið. Þá ræddu þeir mikið um lengd á starfsævi háskólamanna eftir að þeir hafa lokið námi.

Þetta er firra og hefur aldrei verið rannsakað á Íslandi. Það er staðreynd að langskólagengið fólk lifir almennt séð lengur en þeir sem fara til starfa sem ófaglærðir verkamenn varla 16 ára og eiga almennt lengri starfsævi.  Þetta kemur reyndar í ljós samkvæmt þessari norsku rannsókn sem sagt var frá í Fréttablaðinu 8. apríl s.l.

Lífsgæði ófaglærðra á Íslandi eru einnig miklu lakari og algengt er að þeir séu farnir að hraka heilsufars-lega mjög alvarlega upp úr 45 ára aldri þótt þeir geti náð býsna háum aldri.

Því er hroki Páls Halldórssonar formanns BHM bæði alvarlegur og hættulegur í raun. Gera verður ráðfyrir að hann endurspegli við horf félaga hans.  Þetta sagði hann á dögunum:

„Við sjáum það að nú eru menn að leggja fram kröfur um það að fólk sem hefur ekki fjárfest í neinni menntun fái 300.000 krónur í laun á mánuði. Okkar lægstu laun ná ekki þeirri tölu núna þannig að það er mikið að vinna. Við getum alveg ímyndað okkur að það væri verkefni sem tæki tíma að ná í gegn. Fyrst og fremst viljum við fá viðurkennt að menntun sé metin til launa.“

  • Fólkið sem hann vísar til hefur greitt fulla skatta frá 16 ára aldri og í raun haldið uppi háskólakerfinu með skattgreiðslum sínum.
    *
  • Háskólamenn sjálfir hafa ekki þurft að greiða fyrir sína háskólamenntun, en það hafa m.a. þessir skattgreiðendur gert fyrir háskólamenn.
    *
  • Skattar ófaglærðra hafa m.ö.o. staðið undir háskólum landsins.
    *
  • Ekki hafa háskólamenn kostað háskólakerfið á Íslandi því er það óskiljanlegt þegar þeir segjast hafa fjárfest í menntun. Þeir hafa fyrst og fremst notið fjárfestinga annarra.

Síðan má Páll og aðrir háskólamenn gjarnan vita það, að þetta er fólkið sem framhaldskólakerfið sveik. Framhaldskólinn á að vera fyrir alla og bjóða upp á námstækifæri fyrir alla, en það hefur þetta skólastig aldrei gert.

Hákólanám þarf ekki að vera neitt merkilegra en annað nám og gríðarlega hátt hlutfall háskólamanna skila engan vegin því til samfélagsins sem vænta má af þeim útgjöldum sem þjóðfélagið hefur lagt til náms þessa fólks.

En það hafa þessir sem Páll vitnar í gert, þeir hafa svo sannarlega skilað sínu og fengið lítið fyrir. Páll ætti að geyma þennan fasisma fyrir sjálfan sig.

Það er einnig rétt, að það er mikil offramleiðsla á háskólamönnum í ákveðnum stéttum sem munu aldrei skila einu eða neinu bitastæðu til samfélagsins.

Það var mér ljóst strax 1980 að þetta lífeyrissjóðakerfi var mjög vafasamt eftir að ég tók í fyrsta sinn þátt í umræðum til bjarga þessu kerfi.

1990 eftir mikið þjark um vanda lífeyrissjóðakerfisins í þjóðarsáttarsamningunum var ég endanlega sannfærður um að fyrirkomulagið var bara auka skattlagning á launamenn.

Nú verandi fyrirkomulag á engan rétt á sér.


mbl.is Skerða réttindi sjóðsfélaga Gildis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þrælahald hefur altaf verið vinsælt á 'Islandi.

 Vinnandi unglingar borguðu með sköttum mentun velstaddra jafnaldra og eru nú farlama fólk af þrældómi.

 Lífeyrisjóðir eru hugsaðir sem bjarghringur þessa fólks- en er notaður í annað.

Erla Magna Alexandersdóttir, 14.4.2015 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband