19.4.2015 | 21:52
Gamla trixið
- Nú er Kristján Loftsson búinn að upplýsa alþjóð um það, að formaður Starfsgreinasambandsins þiggur laun fyrir vinnu sína.
* - Það sem meira er, að hann er varaformaður í einum lífeyrissjóði fyrir norðan og lendir í sama launa-flokki og Kristján og hans félagar fyrir slík störf.
En þótt Björn Snæbjörnsson sé að sumu leiti í svipaðri stöðu og Kristján. Þá breytir það ekki stöðu Kristjáns þótt hann finni annan gerðan úr svipuðum graut og hann sjálfur.
Þetta sýnir auðvitað bara hversu mikil vitleysa þetta lífeyrissjóðakerfi er. E.t.v. er Björn með lág laun hjá verkalýðsfélaginu á móti.
En það er auðvitað augljóst að Björn Snæbjörnsson er enginn prímus mótor í kjarabaráttu verkafólks og hefur aldrei verið.
Framsóknarmenn hafa alltaf verið þekktir fyrir sinn kafbátahernað og ég er eiginlega viss um að Björn hafi aldrei verið í framlínu verksfallsátaka.
Það eru auðvitað félagar hans sem hafa komið honum í þessa stöðu. Það eru sauðsvart verkafólk sem hefur sagt: Hingað og ekki lengra.
Ef Björn svarar ekki kalli verður hann bara látinn fjúka. Það er bara svo einfalt. Hann ætti auðvitað að vera löngu hættur þessum störfum.
Þótt Kristján hafi fengið aðstoð að norðan til að finna þennan snögga blett á Birni breytir það engu um siðgæði Kristjáns Loftssonar sem hefur oft áður sýnt slíka siðblindu matadorsins. Mogginn stendur auðvitað með sínum manni.
Segir oft glymja hæst í tómri tunnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 21:59 | Facebook
Athugasemdir
Held að Kristján telji þessi laun ekkert of há þannig, það er líka ábyrgð að vera í stjórn lífeyrissjóðs. En af því að hann er nýbúinn að fá 28% hækkun á þessi laun er hann eiginlega kominn í glerhús með steinana sína.
Borgar ekki Starfsgreinasambandið eins og aðrir á þessum markaði (t.d. A.S.Í.) "samkeppnishæf laun" ?
ls (IP-tala skráð) 20.4.2015 kl. 09:23
Ekki veit ég hvað þú heitir sem spyrð og mér finnst það óþægilegt. Ég þekki ekki hver launakjörin eru hjá Eningu á Akureyri. En það er ekki óþekkt hjá verkalýðsfélögum, að ef t.d. formaður er stjórnarmaður í lífeyrissjóði á launum, lækki launakostnaður félagsins vegna viðkomandi samsvarandi.
Þetta er gjarnan gert svo hægt sé að ráða annan starfsmann. Formenn stórra verkalýðsfélaga eru gjarnan í mörgum hlutverkum og þurfa að sinnan stjórnarstörfum víðar enn í sjálfri félagsstjórninni. Þá þarf að vera til staðar annar starfsmaður sem sinnir daglegum afgreiðslustörfum. Björn Snæbjörnsson er t.d. formaður Starfsgreina-sambandsins ásamt því að vera í miðstjórn ASÍ.
Launakostnaður af slíkri þáttöku er jafnan greiddur af verkalýðsfélaginu. Enda telja félagsmenn þátttaka sem þessi styrkja félagið mjög verulega.
Kristbjörn Árnason, 20.4.2015 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.