Verkfall BHM

  • Varpar skýru ljósi á þá staðreynd, að það koma svo sannarlega fleiri hópar að því verkefni að lækna fólk á sjúkrahúsum landsins heldur en hinir formlegu læknar. 

Fjölbreyttur tækjakostur nútíma sjúkrahús kallar á fjölbreytta flóru af langskólagengnu fólki sem kann að fara með tækin og nota þau. Ekki síst þegar þau eru komin til ára sinna mörg hver.

Verkefni allra þessara hópa er í raun jafnmikilvægt er lítur að því að lækna og að halda lífi í fólki. Allir þurfa að starfa saman sem ein heild. Því þegar eitthvað fer úrskeiðis er alltaf hætta á ótímabærum dauðsföllum.

Þá er einn hópur sem alltaf gleymist í þessari umræðu, það er ófaglærða fólkið sem starfar eftir langlægstu launaflokkunum en er samt mikilvægast. Því ef eitthvað ber út af hjá háskólafólkinu hvort sem það eru læknar eða einhverjir aðrir deyr, eða urkumlast einn og einn einstaklingur.

En ef láglaunafólkið gerir alvarleg mistök er alvarleg hætta á því að það verði faraldur dauðsfalla. Því það er fólkið sem heldur öllu hreinu og sótthreinsar, hvort sem það er sjálft húsnæðið, fjölbreytt áhöld eða tæki.

Það gerir hin gríðarlega smithætta sem er alltaf til staðar á sjúkrahúsum.

Formaður velferðarnefndar Alþingis segir að ríkið þurfi að verja auknu fé í heilbrigðiskerfið. Heilbrigðiskerfið verði að virka og það megi ekki lamast reglubundið vegna verkfalla. Verkföllin séu alvarlegt hættumerki.
RUV.IS

mbl.is Stíft fundað í Karphúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband