Frábær handverksmaður

  • Við erum margir sem erum unnendur að fallegu og vel gerðu handverki sem hefur í sér ýmsa merkingabæra þætti.
    *
  • Vonandi lætur Tryggvi Ólafsson ekki lokka sig í loddaraþátt sjónvarpsins sem nefndur er „Djöflaeyjan“.
    *
  • Það yrðu mikil vonbrigði ef þessi frábæri handverksmaður færi í þáttinn

Þáttur sem er sá ömurlegasti sem fyrir finnst í sjónvarpinu á vera ,,menningarþáttur" en er eins langt frá því að vera það og hugsast getur. Þetta er fyrst og fremst þáttur sem sýnir verstu tegund af tilgerð og merkingalausu blaðri. Einn þáttur var nú í vikunni og ég lagði á flótta

Allt málfar í þættinu er uppskrúfað og nánast óskiljanlegt fólki með laun undir 300 þúsund á mánuði. Það sama má seja um okkur eftirlaunamenn sem eigum rætur í venjulegum sjávarplássum við Breiðafjörð.

Þetta er virðist vera frétta- og auglýsingaþáttur um ýmislegt handverk og er sumt alveg í góðu lagi. En langflest af lélegri sortinni. Eftir því sem þetta handverk er aumara sem slíkt, verður málskrúðið hallærislegra. Þ.e.a.s. að þá eru aðeins notuð löng hátimbruð og merkingalaus orð.

Ef Googlað er um orðið ,,menning" koma langar runur um mismunandi merkingu orðsins. Í skilgreingunni kemur fram augljóslega fram að tilgangurinn með notkun orðsins sem er að formgera á ákveðna stéttarskiptingu í landinu.

Hér koma þessir timburmenn stystu máli:
„Menning á sér tvenna merkingu: Annars vegar er orðið notað á gildishlaðinn hátt um það besta sem hugsað og sagt hefur verið, og hins vegar nær það yfir það sem tiltekinn hópur fólks gerir.

Í fyrri merkingunni er talað um „hámenningu“, „lágmenningu“ og jafnvel „ómenningu“ sem allt eru mjög lauslega skilgreind hugtök byggð eru á þeirri sannfæringu að sum mannanna verk séu einfaldlega öðrum æðri.

Seinni merkingin er fyrst og fremst lýsandi; menning vísar þar til hefða, tungumáls, lista, trúarbragða og annars sem einkennir tiltekinn hóp eða þjóð.

Í þessari merkingu er meðal annars talað um „jaðarmenningu“, „unglinga-menningu“ og „alþýðumenningu“ til að lýsa aðgreindum hópum. Menning getur þó líka átt við um það sem hópar eða þjóðir eiga sameiginlegt, svo sem þegar talað er um „alþjóðamenningu“.

Þannig snýst menningarhugtakið bæði um aðgreiningu og tengingu“.
(heimild Vísindavefurinn)

En ef leitað er af því hvað orðið „þjóðlíf“ merkir, kemur maður að algjörlega að tómum kofanum. Engin skýring. Þetta er auðvitað ákaflega merkilegt, en í mínum huga þýðir þetta orð það nákvæmlega sama.

Enda er ,,Landinn“ sem kynntur er sem frétta- og þjóðlífsþáttur miklu nær því að lýsa íslenskri menningu og þá á skrumlausan hátt og með venjulegu málfari.


mbl.is Gaf skólum 250 verk eftir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband