Vinnustaðasamningar hafa fullt gildi

  • Verkalýðsfélagið gerir ekki formlegan kjarasamning við hvert og eitt fyrirtæki.
    *
  • En það er algjörlega í valdi trúnaðarmanns verkalýðsfélagsins og starfsmanna í hverju fyrirtæki fyrir sig að gera vinnustaðasamning.
    *
  • En það er líklegt, að samtök atvinnurekenda geri allt sem þau geta til að koma í veg fyrir slíka samninga. Hagsmunir SA eru pólitískir. SA við hefur hótanir og refsingar.
    *
  • Það getur verið erfitt fyrir fyrirtæki að standast slíkar ógnir. Þær eru auðvitað ólöglegar og dálítið í ætt við aðferðir ítölsku mafíunnar, þótt ekki verði um líkamleg slys að ræða. 

Félagið getur einnig látið það vera að stöðva slík fyrirtæki í verkfalli. Það er algjörlega í valdi verkalýðsfélaganna hvernig þau standa að verkfallsvörslu.

Samtök atvinnurekenda verða þá að gera tilraun til þess að setja verkbann á félagið, algjörlega í trássi við hagsmuni fyrirtækjanna. SA tapar slíku máli og verða að reka það á meðan aðgerðir eru í gangi.

En það er nokkuð sem samtök atvinnurekenda hljóta að forðast eins og heitan eldin.

Fyrirtækin segja sig einfaldlega úr þessum pólitísku samtökum atvinnurekenda ef til þess kæmi

Síðan getur verið um að ræða fyrirtæki sem standa fyrir utan SA. Samtök atvinnurekenda hafa ekki löggjafavald.

Fyrirtækin framselja samningsumboð sem það hefur í kjarasamningagerð, en ekki þegar um er að ræða vinnustaðasamninga.

Auk þess sem fjölmörg fyrirtæki greiða markaðslaun á Reykjavíkursvæðinu og standa jafnvel fyrir utan SA.

Þessi samtök eins VSÍ áður eru afar ólýðræðisleg og telja sig hafa vald yfir fyrirtækjunum sem hljóta að geta sagt sig úr þessum rússnesku samtökum


mbl.is Vilja hefja viðræður á laugardaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Auðvitað á að gera kjarasamning fyrir hvert fyrirtæki fyrir sig, vinnustaðasamning. Þetta hefur verið með þeim hætti í stóriðjunni í áratugi og reynst vel.

Enginn grðir þó meir á slíkum samningum en einmitt atvinnurekandinn. Hann getur verið viss um frið milli kjarasamninga, þarf ekki að semja við hverja starfstétt fyrir sig, heldur allt sitt starfsfólk, á einu bretti.

Þetta ætti einnig að gilda um ríkisstarfsmenn. Þá þyrfti t.d. Landspítalinn bara að gera einn kjarasamning og síðann hefði hann frið meðan hann gildir.

Gunnar Heiðarsson, 23.4.2015 kl. 18:09

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

ég er á þeirri skoðun, að fólkið á stöðunum eins og t.d. á Húsavík eigi að hafa vald yfir sínum málum. Þá sé það gert sem formleg ákvörðun sem er tekin með hagsmuni fólksins í huga á svæðun eins og ´Þingeyjarsýslum. Það getur ekki verið eðlilegt að völdin yfir hvað fólk gerir í sínum málum liggi í Reykjavík. Þ.e.a.s. að öllu sé miðstýrt frá 6 manna nefnd samtaka atvinnurekenda.

Að mörgum fara hagsmunir  og smærri atvinnurekenda algjörlega saman. bæði í Reykjavík og annarstaðar. Ferðamannastaðir eins og Þingeyjarsýslur eru í heild sinni þurfa að nýta sér sveiflur í atvinnulífinu almenningi til hagsbóta

Kristbjörn Árnason, 23.4.2015 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband