VR - Nýtt félag

  • Á árum áður notuðu samtök atvinnurekenda í samstarfi með Sjálfstæðisflokknum VR til að kljúfa verkalýðshreyfinguna í herðar niður.
    *
  • Forystumönnum þessa félags var aldrei treystandi og allar viðkvæmar upplýsingar láku frá þeim yfir til samtaka atvinnurekenda og flokksins jafnóðum.
    *
  • Upp komst um gríðarlega spillingu í VR í tengslum við lífeyrissjóðinn þegar hrunið var orðið að veruleika.

T.a.m. var VR í lykilstöðu er  Bjarni Benediktsson  þáverandi forsætisráðherra tókst að klúfa ASÍ vegna lífeyrissjóðamálanna á 7. áratugnum, ásamt örfáum öðrum félögum sem einnig voru að berjast með rekstur á lífeyrissjóðum  sem allir börðust í bökkum.

Þetta var bara nýr skattur á launamenn og allir sjá það loks eftir hrunið á Íslandi. Enn hefur ekki verið gerð úttekt á þessu sjóðakerfi af hlutlausum aðilum vegna hrunsins.

En sameiginlegar kröfur ASÍ voru um að venjulegir félagar nytu eftirlauna í svipuðum mæli og opinberir starfsmenn og launafólk á norðurlöndunum.  Það var aldrei gerð krafa um lífeyrissjóði.

Á fjölmörgum ögurstundum brugðust verslunarmenn ófaglærðum félögum sínum í öðrum félögum og voru jafnan tilbúnir að semja um lægri laun en aðrir. Enda voru þeir framarlega í þróun markaðslauna frá gamalli tíð.

  • Nú er félagið greinilega breytt og virðist vera tilbúið að berjast fyrir hækkun á lægstu launatöxtum félagsins.
  • En innan þessa félags eru gríðarlega margir á ótrúlega lágum launum. Jafnvel á launum sem eru undir umsömdum lágmarkslaunum.
VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna lýstu því yfir í gær að viðræður þeirra við Samtök atvinnulífsins hefðu verið árangurslausar og hafa slitið þeim.
 
Sömu sögu má segja af Flóabandalaginu, verkalýðsfélögum á suðvesturhorninu sem undirbúa verkföll.
 
 

mbl.is Viðræðum VR og SA slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband