28.4.2015 | 15:32
Mikilvægt dómsmál
Eins og málfrelsi er mikilvægt eru önnur mannréttindi einnig mikilvæg. Málfrelsi fylgir ábyrgð sem ber að virða. Ef eðlileg mörk á málfrelsi eru ekki virt líður ekki á löngu að löggjafinn muni skerða málfrelsið verulega.
Það eru engir tveir eins, hvernig sem á það er litið. En allir eiga, að eiga sér sín mannréttindi hvernig sem þeir eru skapaðir. Það hefur enginn rétt á því að níða niður skóinn á náunga sínum.
Því fagna ég því, að það hefur verið sett á dagskrá dómstóla landsins, hvort þau ummæli sem gjarnan eru viðhöfð gagnvart samkynhneigðu fólki séu ekki saknæm og það eigi að dæma þá seka um lögbrot sem viðhafa slík athæfi.
En svona athæfi er beitt gagnvart mörgu fólki, sumum vegna þess að þeir hafa sterkar skoðanir og fara ekki leynt með þær. Dæmi um slíkt er auðvitað Snorra-málin. Einnig er hrokinn gagnvart múslimum algjörlega óviðunandi. Þá er ónefnd stéttarskiptingin á Íslandi.
svona má lengi telja.
Mál Samtakanna '78 á sér fordæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 16:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.