30.4.2015 | 11:04
Styðjum Starfsgreinasambandið
- Á morgun 1. maí,baráttudag verkalýðsins mætum við öll í kröfugöngu til stuðnings við kröfur Starfgreinasambandsins um að lægstu laun verði ekki lægri en 300 þúsund á mánuði inn þriggja ára
- Verkamannafélögin hafa aldrei misnotað verkafallsréttinn sinn, þetta er fyrsta verkfallið í 30 ár. Lögin nr 80 frá 1930 koma í veg fyrir misnotkunn.
* - Verkalýðsfélög á Íslandi búa við veikari verkafallsrétt en verkalýðsfélög í svo nefndum viðmiðunarlöndum
Með þjóðarsáttarsamningunum samþykkti láglaunafólk að taka á sig verulega kjaraskerðingu tímabundið til að bjarga þjóðinni frá einni kollsteypunni sem atvinnufyrirtækin voru búin að koma þjóðinni í.
En samtök atvinnurekenda voru búin að svíkja þjóðarsáttarsamninganna áður en blekið hafði þornað í undirskriftunum.
Þá var farið í að semja um vinnustaðasamninga við t.d. þá iðnaðarmenn sem stóðu utan við þjóðarsáttarsamninginn.
Það voru umtalsverðar launahækkanir ígildi kjarasamn-inga. Þetta voru auðvitað hrein svik við þá sem stóðu að þessum samningum.
Frá þessum tíma hafa verið ríkjandi markaðslaunasamningar á SV- horni landsins. Þeir sem taka þátt í því undirferli innan ASÍ eru t.d. byggingariðnaðarmenn og Flóabandalagið.
Frá þessum tíma hafa verið ríkjandi markaðslaunasamningar á SV- horni landsins. Þeir sem taka þátt í því undirferli innan ASÍ eru t.d. byggingariðnaðarmenn og Flóabandalagið.
Í þessum 1990 samningum voru gerðir samningar við samtök atvinnurekenda um að bæta kjör láglaunafólks sérstaklega á nokkrum árum, það var svikið.
Þá var gerður samningur við stjórnvöld um samráð í efnahagsmálum, það kom ný ríkisstjórn í landið sem ekki taldi sig vera bundna af slíkum samþykktum. Þar voru einnig tóm svik.
Formaðurinn ekki bjartsýnn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 11:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.