Stöðugleikinn

  • Það skapast ekki stöðugleiki í efnahagsmálum á Íslandi, nema að hægt sé fyrir a.m.k. tvo, að lifa á lægstu launaflokkum verkafólks með því að veita sér eðlileg lífsgæði.

Þau fyrirtæki sem ekki geta greitt slík laun þurfa nauðsynlega að hætta störfum til að skapa rými fyrir ný fyrirtæki sem það geta.

  • Þessa daganna eru launamenn að sjá rússnesku rúllettuna fara í gang aftur eftir að pólitískir vildarvinir fjármálaráðherrans fengu að kaupa fjármálafyritækið ,,Borgun".

Síðan er auðvitað hafist handa við að rífa út innviði fyrirtækisins til að greiða kaupverðið. Þ.e.a.s. að fyrirtækið kaupir sig sjálft og nýjir eigendur handvaldir af fjármálaráðherra fara að gera sig breiða.

Ráðherrann tilheyrir einmitt þessari helstu valda fjölskyldu landsins.

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfur flestra stéttarfélaganna vera langt umfram það sem fyrirtækin geti staðið undir án þess að það komi fram í verðhækkunum, uppsögnum, gjaldþrotum eða með því að draga úr vöruþróun og...
RUV.IS

mbl.is Rúmlega 10 þúsund í verkfalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband