Launaþjófnaður á sumum heldur niðri launum annarra á vinnustaðnum

Ég vil bara þakka Mogganum fyrir að birta þessa grein, sem ætti að höfða til allra launamanna.

Eins og segir í fréttinni er algengt að laun unglinga og annarra byrjenda  séu undir þeim launum sem samið er um samkvæmt kjarasamningum. Sérstaklega er þetta algengt þar sem í gangi eru vinnustaðasamningar.

En verri er staðan hjá fólki sem er að erlendu uppruna og gerir allt til að fá atvinnu og leggja almennt á sig mikið vinnuálag. Þetta fólk á erfitt með að tjá sig  og  stendur almennt séð höllum fæti.

Þetta hefur þær afleiðingar að starfskjör allra á slíkum vinnustöðum versna , en ekki vegna þessa fólks heldur vegna þess að íslenskir reynslumiklir starfsmenn bregðast þessu fólki iðulega.  En það er þeirra verkefni að tryggja það að ofan-greindir aðilar séu ekki hlunnfarnir í launum og í starfsaðstöðu sem einnig er algengt.  

Helsta aðferðin til að koma í veg fyrir svona hluti er að starfsmenn hafi vit á því kjósa sér öfluga trúnaðarmenn og standi þétt á bak við þessa menn. Þá er mikilvægt að rækta sambandið við verkalýðsfélögin og þá eru allar líkur á því að launin verði smán saman betri og allar starfsaðstæður.


mbl.is Launaþjófnaður nemur milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það er merkilegt að starfsmenn standi ekki vörð hver um annan- sennilega þessi launung með laun- allir halda að þeir seu á serkjörum !!

Erla Magna Alexandersdóttir, 1.5.2015 kl. 14:59

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Í markaðslaunakerfinu gengur hluti fyrirbærisins út á samkeppni milli manna á vinnustað. Þá gerast hlutirnir oft þannig á eyrinni að segir atvinnurekandanum að hann afkasti meira en einhver annar og vill því hafa hærri laun en sá aðili.

Nú er atvinnurekandinn ánægður og hækkar launin því þessi sem þykist vera afkastameiri verður nú að sanna sig. Upp úr þessu fer rúllettan í gang og fleiri koma í dansinn og fá launahækkun Nú verður sífellt erfiðara að skara fram úr.

Á öllum vinnustöðum eru einhverjir sem sitja eftir, oftast út af aldri eða öðrum vandamálum. Þetta bitnar auðvitað á nýliðum og eða þeim eiga erfitt með tjáningu.

Þetta er mjög algeng staða sem bætist ofan á vinnustaðasamninga sem ná yfir heilar starfsgreinar eins og t.d. í byggingariðnaði og raunar í fleiri greinum.  

Kristbjörn Árnason, 1.5.2015 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband