8.5.2015 | 14:09
Fráleit krafa tveggja verslana
- Þótt fyrirtæki ákveði að vera með útsölu á sínum vörum vegna sölutregðu og gefi slíkri útsölu eitthvert nafn sem á að vekja athygli. Breytir það ekki eðli útsölunnar.
Eins og það,að segja fólki að lækkun hafi orðið vegna afnáms vörugjalda sem voru bara ósannindi og bara tóm vitleysa. Þetta var auðvitað bara venjuleg útsala sem átti að vekja athygli.
Þessi fyrirtæki hafa auðvitað orðið að skila vörugjöldum af þessum vörum eins og það hafði gert árum saman.
En fyrirtækin sönnuðu auðvitað þá fullyrðingu sem sagði að afnám vörugjalda á þessum vörum myndi ekki hafa úrslitaþýðingu fyrir verðið á vörunni.
En það gera markaðsaðstæður margskonar eins og erfið samkeppni frá öðrum aðilum eða að það sé of há verðlagning á vörunni fyrir og kaupendur af þeim sökum áhugalausir um að kaupa. Það er auðvitað hin raunverulega skýring.
Það er ljóst, að íslensk verslun hefur um áratuga skeið staðið sig mjög illa og hefur haldið uppi allt of háum verðum. Innan tíðar eru að verða alvarlegar breytingar á heimilistækjaverslun.
Fólk getur einfaldlega keypt þessar vörur gegnum netið af viðurkenndum aðilum í ESB og einnig af sjálfum framleiðendum vörunnar.
Um leið notið þeirrar skylduábyrgðar sem ESB gerir kröfur um að ríki í viðskiptum á Evrópska efnahag-svæðinu. Þá fyrst fær íslenska okurverslunin eðlilega samkeppni.
Harma verðkönnun ASÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 14:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.