Hræsnin ríður ekki við einteyming í þessu máli.

  • Á tímum þegar páfinn á fundi með forystumönnum múslima
    *
  • Ætli kallinn hafi nokkuð turnast við það?

Ég fæ reyndar ekki séð að þetta athæfi hafi eitthvert listrænt gildi, en það kann að vera án þess að ég geri mér grein fyrir því.

Vert er að hafa í huga, að enginn heimspekingur hefur til þessa getað skilgreint hvað list er í sjálfu sér. Svo það hafi eitthvert gildi almennt séð. 

En þetta er í meira lagi sérkennileg uppá koma, eitt er alveg víst að svona myndi aldrei geta gerst á Íslandi, jafnvel þótt um afhelgað hús væri að ræða. Það færi allt á annan endan í Reykjavík samber reynsluna af umræðunni um moskubyggingu í borginni.

Á Íslandi eru nokkrar afhelgaðar kirkjubyggingar sem eru notaðar til ýmissa verkefna eins og til að hýsa leikskóla.

Hér er einmitt mynd af gömlu kirkjunni í Grindavík.Í þessu húsi geta allir krakkar farið með sínar persónulegu bænir alveg óháð trúarbrögðum.

Í þessu húsi er ekki farið í manngreinar kúnstir og börn af öllum trúarbrögðum og með hvaða húðlit sem er, eiga þar vísa skólavist.

Það sama á sér stað í grunnskólum borgarinnar, en þar eru börn af flestum þeim trúarbrögðum sem hugsast getur. Öll fara þau með sínar bænir á erfiðum stundum.

Það er alveg ljóst að þetta er auðvitað pólitískur atburður. Mér finnst, að mér sé ekki misboðið en auðvitað vegna þess að mér kemur þetta ekkert við.

En skil ekki þessi bönn við bænum fólks í þessari gömlu byggingu, sem einu sinni hýsti starfsemi kaþólsku kirkjunnar. 

Ég hefði haldið að trúfrelsi ríkti á Ítalíu nútímans og að allir gætu farið þar fram með sínar bænir. Hvar og hvenær sem er.

Ég get alveg uppljóstrað því núna að ég hef farið í bænahús múslima í Tyrklandi og ég fór fram með persónulega bæn.

En mér sýndist ég sjá víxlaraborð í þessu gamla guðshúsi á einni myndinni sem sýnd er af þessari Feneyjarkirkju. Greinilegt er, að enginn hefur komið þarna og velt um þessu borði. 


mbl.is Verður moskunni lokað?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég skil ekki alveg þennan hávaða yfir því að staðsetja sýnishorn af mosku í gamalli kirkju en ég skil heldur ekki þessa list frekar en önnur nýlistaverk eins og að hylja þekktar byggingar með dúk eða skvetta matarlit í hveri. Ætli þetta breyti einu eða neinu.

Jósef Smári Ásmundsson, 9.5.2015 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband