10.5.2015 | 17:32
Í vinnudeilum er ábyrgðin jöfn, milli launafólks og atvinnurekandans
- Í þessu tilfelli er ábyrgðin sínu meiri hjá ríkinu, því ekki er hægt að neyða fólk til að vinna á launum sem það sættir sig ekki við.
* - Það er á ábyrgð stjórnvalda að halda uppi heilbrigðiskerfi í landinu en ekki launafólks
* - Auðvitað gat ekki öðru vísi farið, en að allur starfsmannahópurinn á sjúkrahúsinu vilji fá sömu launahækkun og læknar.
Nú ætti öllum að vera orðið ljóst, að það eru fleiri hópar fólks sem koma að því mikilvæga verkefni að lækna fólk af alvarlegum sjúkdómum eða vegna slysa heldur en titlaðir læknar. Bæði á Landsspítölunum og á einkastofnunum.
M.ö.o. það eru margir háskólamenntaðir hópar fólks sem starfa við heilbrigðiskerfið á Íslandi. Hópar sem telja sig ekki síður eiga að fá ríflega launahækkun rétt eins og læknar.
Þetta er fólk sem auðveldlega getur gengið til starfa á góðum launum í nágrannalöndunum.
Þá er ótalinn sá hópur sem enginn nefnir en er ekki síður mikilvægur en aðrir og það er hópur fólks sem starfar eftir launatöxtum sem eru við fátækramörk. Það eru auðvitað aðallega konurnar sem halda sjúkrahúsunum hreinum eftir ströngustu reglum og kröfum.
Ef þeirra störf eru ekki unnin deyr ekki bara einn og einn sjúklingur. Því þá verða aðstæður þar sem getur skapast farsóttarástand og við slíkar aðstæður geta margir dáið.
Þetta fólk þarf auðvitað að vera á skaplegum launum. Lágmarkið væri auðvitað 300 þúsund krónur mánaðarlaun fyrir dagvinnu.
Annars flokks læknisfræði stunduð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.