Það er réttur hvers og eins, að geta hafnað vinnu

  • Er þá sama hvort um er að ræða mann í atvinnu-rekstri eða launamaður. Í lögum nr. 40 frá 1938 er fjallað um samskipti samtaka atvinnurekenda og samtaka launafólks.  


Þar koma fyrir hugtökin „verkbann“  um úrræði sem atvinnurekendur geta beitt gagnvart samtökum launafólks sem oft hafa verið viðhöfð.  Einnig kemur fram hugtakið „verkfall“  sem er úræði sem launafólk hefur getað nýtt til að knýja fram kröfur um bætt kjör.

Bæði þessi úræði hafa verið nefnd vopn í kjaramálum. Það er löngu ljóst að þessi vopn eru eins og tvíeggjað sverð og mjög vandmeðfarin. Það verður t.d. ekki sagt að ASÍ félögin hafi misnotað verkfallsvopnið. Síðasta verkfall ASÍ félags var háð 1987 og stóð í tvær vikur.

Þegar svo er komið, að launafólk er í verkfalli hefur eitt og annað brugðist. Ábyrgðin á því að laun fólks séu eðlileg, að t.d. láglaunafólk geti lifað eðlilegu fjölskyldulífi  á launum sínum er á ábyrgð beggja aðila. Samtaka launafólks og atvinnurekenda.

En það er iðulega nauðsynlegt að þessi samtök takist á ef ekki tekst að halda uppi kaupmætti þeirra launa sem láglaunafólk ber úr býtum.  Einnig er rétt að geta þess að það er í raun ágreiningur um ýmis viðmið eða það sem kallað er vísitölur.  Í kjarasamningum er einmitt oft tekist á um þessi atriði.

Þótt ég segi þetta hér, að þá eru atvinnurekendur oft nánustu vinir sinna starfs-manna og ekki eru illindi milli þessara aðila. Það er löngu búið að útkljá ýmis mál sem tekist var á um áður fyrr á árum. Oftast eiga atvinnurekendur enga sök á hvernig komið er þó þeir hafi almennt önnur sjónarmið á pólitískum vettvangi.

Kjaramál eru iðulegast pólitísk. En vinstri flokkarnir hafa í dag miklu minni áhrif innan verkalýðshreyfing-arinnar en áður og eru ekki lengur neinn áhrifavaldur  í kjaradeilum eins t.d. þeim sem eru í gangi.

Það er ljóst,  að í gangi er ákveðin uppstokkun á þessu sviði sem er löngu tímabær. Samningsaðilar þurfa að hugsa málin upp á nýtt.

Vert er að skoða ummæli seðlabankstjóra, hann hefur skiljanlega áhyggjur af möguleikum þjóðarinnar til að draga úr höftunum. Það hefur launafólk líka, er óttast eðlilega að nýtt verðbólguskot komi í kjölfarið.

Már hefur varað við mikilli almennri launhækkun, en hefur þess í stað bent á leiðir til að auka kaupmátt hjá láglaunafólki. Hann hefur beinum orðum að það yrði að gerast með millifærslum milli samfélagshópa.

M.ö.o. með skattabreytingum er leiddi til hærri skatta hjá fólki með miklar tekjur og auknar skattagreiðslum hjá fyrirtækjum. 

Í framhaldi af því er vert að skoða launatengdu gjöldin sem eru farin að nálgast 20% ískyggilega. Þessi gjöld eru umsamdar launagreiðslur sem fara í ýmis félagsleg úrræði. Það mætti auðveldlega skoða það að breyta þessum skattagreiðslum í tekjuskattsform.

Jafnframt að tryggja það, að jafnrétti ríki í skattkerfinu.


mbl.is SGS frestar verkföllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband