19.5.2015 | 20:45
Það eru alvarleg átök á Alþingi og ráðherrar á flótta
- Þingmenn Alþingis og stjórnvöld ættu að vera búin að átta sig á þeirri staðreynd, að þegar mál eru keyrð í gegnum þing í miklum ágreiningi eru líkur á því að næsta ríkisstjórn þar á eftir afturkalli slík lög.
Það á bæði við um núverandi stjórnvöld og fyrri ríkis-stjórnir. Ljóst er einnig að fjölmargir einstaklingar sem áttu að tilheyra þáverandi stjórnarmeirihluta vinstri manna á Alþingi settu fyrir sig ýmis smáatriði í stórum og alvarlegum málum.
Þetta vinnulag þessara sjálfum glöðu riddara tryggðu það, að kosin yrði ný hægri stjórn í landið eftir kjörtímabilið.
Að vísu hefur þessi aðferð gefist vel fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem hefur verið 54 ár í stjórn Íslands af 70 frá lýðveldisstofnun og oftast í forsæti.
Næst oftast hefur Framsókn verið í stjórn og oftast með fyrrnefndum flokki. Nær allir embættismenn ríkis-ins eru skipaðir af þessum núverandi stjórnarflokkum og flokkarnir eru nátengdir samtökum atvinnurekenda í landinu.
Þannig að það er og var nær ógjörningur fyrir vinstri stjórn að ná í gegnum Alþingi málum sem hægri menn eru í andstöðu við.
Slíkum lögum er gjarnan kollvarpað af hægri öflunum, eini möguleikinn til að halda inni slíkum lagasetn-ingum er að ítök vinstrimanna séu sterk , örugg og mjög trygg innan hreyfingar launafólks.
- Dæmi um svona mál, var þegar núverandi stjórnar-flokkar afnámu félagslega húsnæðislánakerfið 1998 en hægri flokkunum tókst að brjóta niður þessi lög vegna þess að ítök vinstrimanna hafði þá þegar veikst verulega innan launaþega hreyfingarinnar einkum innan ASÍ.
Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tókst að fjötra verka-lýðshreyfinguna að mestu á sínum ríkisstjórnarárum.
- Annað nærtækt mál er lögin um fiskveiðar, hvernig þau eru orðuð í hvert sinn og einnig hvernig þau eru túlkuð á hverjum tíma.
* - Rammalöggjöfin um virkjanir á Íslandi
* - Ekki síst Icesave núna sem er að dúkka upp í öllu sínu veldi og enginn veit hvernig endar því það þjónaði ekki hagsmunum ýmissa aðila að samið væri um málið.
* - Allt eru þetta kjaramál með einum eða öðrum hætti
Allt eru þetta mál sem sýna svart á hvítu að nauð-synlegt er að ná breiðri sátt um á Alþingi og meðal þjóðarinnar í stórum málum.
Svo að lagasetningar verði bæði vandaðar og haldi velli þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting hagsmuna aðila.
Kvörtuðu yfir fjarveru Sigmundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 20:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.