14.6.2015 | 18:49
Það er satt, þjóðníðingar eru þeir svo sannarlega
- Bjarni Torfason, yfirlæknir á hjarta- og lungnaskurðdeild, var læknirinn sem mætti um miðja laugardagsnótt til að bjarga lífi mínu fyrir 40 mánuðum.
- Hann ásamt fleiri læknum og frábæru hjúkrunarliði á hjartadeild komu mér til lífs á ný ásamt sjúkraliðum hjartadeildarinnar.
Ég varð sem kallað er hjartastopp, bifvélavirki hélt hjartanu gangandi er mér sagt. Ég vaknaði til lífsins á skurðstofu Borgarspítalans, þaðan fluttur í þræðingu á Landspítala.
Í bítið að sunnudagsmorgni var ég skorinn og settar í mig þrjár nýjar æðar. Þetta tók allt langan tíma. Sagt hefur verið við mig, að ég hafi sloppið vel. Því margir sem hafa svipaða reynslu og ég eru meira og minna lamaðir hafi þeir haldið lífi
Eins og Jónas endurhæfingarlæknir á Reykjalundi sagði, þið eigið val um hvort þið kallið ykkur hjartasjúklinga eða menn með hjartasjúkdóm.
Síðan hef ég verið í höndum á sjúkraþjálfurum tvo daga í viku, auk þess sem gerð er krafa um miklu meiri hreyfingu. Allt til að halda líftórunni.
Það er hörkuvinna að halda sér lifandi og ég sem hélt að það yrði allt svo rólegt og þægilegt þegar maður væri kominn á eftirlaun.
Að tveimur árum liðnum var búið að upplýsa mig um að ég væri með verulega mikla skemmd í hjartanu og að ég hefði orðið fyrir vægu heilablóðfalli. Þ.e.a.s. með blóðtappa þarna í höfuðstöðvunum.
- Alla sökina á þessum hamförum gegn hjúkrunafræðingum og félögum í BHM er hjá ríkisstjórn Íslands. Er lætur samtök atvinnurekenda stjórna kjaramálum opinberra starfsmanna. ASÍ á einnig eftir að svara því, hversu stóran hlut þau eiga í þessari niðurstöðu ríkisstjórnarinnar.
* - Það er enginn vafi á því, að ríkisstjórnin afnemur ekki verkfallsrétt launafólks hjá ríkinu án þess m.a. að hafa til þess stuðning frá aðilum vinnumarkaðarins. (þar með einnig ASÍ)
* - Ekki gengur ASÍ að snúa út úr ef spurt er. Ég þekki innviði ASÍ nægilega vel til þess að vita, að fjölmargir forystumenn í þessum samtökum verkalýðsfélaga á almennum vinnumarkaði eru á þeirri skoðun, að opinberir starfsmenn eigi ekki að hafa verkfallsrétt.
Maður sem einu sinni hefur lent undir hnífnum, má eiga von á því að lenda á hjartadeildinni á ný. Sjúkdómurinn hefur ekki verið fjarlægður.
Ástæða til að láta reyna á málsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 19:42 | Facebook
Athugasemdir
Helvíti varst þú heppinn að þau voru ekki í VERKFALLI þegar hjartað þitt stoppaði
Hjörtur (IP-tala skráð) 14.6.2015 kl. 19:13
ég var heppinn Hjörtur, þessi reynsla mín á s.s. ekkert erindi við almenning. En í verkfallinu á dögunum hjá hjúkrunarfræðingum og eins hjá læknum síðasta vetur var öllum alvarlegum veikindatilfellum sinnt á fullkominn hátt.
En þjóðin má ekki því að missa úr landi þetta fólk á hjartadeild og eða á öðrum stöðum heilbrigðiskerfinu. Menn hafa gott af því, að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd að t.d. iðnaðarmenn hafa mun hærri laun fyrir dagvinnu eina en t.d. hjúkrunarfræðingar.
Engin veit hvaða laun þeir hafa, það hafa verið gangi heildstæðir baksamningar td. í byggingaiðnaðinum síðan 1987 Þannig að sýnilegir og auglýstir launataxtar segja ekkert um raunlauna þessara stétta.
Kristbjörn Árnason, 14.6.2015 kl. 19:34
Stjórnmálamenn fara á hátiðit stjörnuliðsin/ þotuliðsins í Cannes og þeir ferðast á kostnað Ríkisins/almennings fyrir svimandi uppæðir í hverjum mánuði og virðast hvorki þurfa að vera á vinnustað ne gera grein fyrir ferðum sínum fyrir neinum. Þessir reikningar eru borgaðir.
Ekkihægt að tala við vinnandi fólk- þeir eru í útlöndum Hvar endum við Íslendingar með dekurpakk í Ríkisstjórn ???
Erla Magna Alexandersdóttir, 14.6.2015 kl. 20:37
Sæll Kristbjörn. Ég lenti í svipuðu og þú fyrir tveimur árum. Það var konan sem bjargaði mér. Stjórnvöld þessa lands virðast hafa meiri áhuga á því að koma þjóðarauðnum í hendur örfárra heldur en að hér sé gott heilbrigðiskerfi. En meirihluti kjósenda a.m.k. á þetta skilið. Þeir kjósa þennan mannskap á þing.
Jóhann Karlsson (IP-tala skráð) 14.6.2015 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.